Þekkta fólkið neytir kókaíns 19. janúar 2005 00:01 Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?