Þekkta fólkið neytir kókaíns 19. janúar 2005 00:01 Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið. Fyrir nokkrum árum hefðu langflestir landsmenn staðið saman og með lögreglunnu og talið fíkniefnaneyslu vera vandamál, að sögn Harðar. Nú sé neyslan orðin hluti af skemmtanamynstrinu. "Kókaín er dýrasta fíkniefnið og það eru ekki ræflarnir á götunni sem hafa efni á því, þetta er fína fólkið sem er að neyta þess. Eins og Stefán Máni rithöfundur sagði svo réttilega þá er þetta siðferðisvandamál," segir Hörður. Hörður segir kókaínneytendurna hafa vit á því að nota lengri leiðir til að fá efnið. Lögreglan viti þó hverjir margir þeirra eru þó að ekki sé hægt að sanna það. "Það getur enginn treyst neinum í þessum bransa," segir Hörður. Hann telur breyttan opnunartíma eflaust hafa áhrif á aukna neyslu þar sem menn kýli sig út af kókaíni til að halda út allan tíma. Þeir sem það geri gangi með efnin á sér og neyti þeirra inni á stöðunum. Hörður segist telja að neysla e-taflna hafi minnkað og vonar að því sé neytendunum sjálfum að þakka með minnkandi eftirspurn. Eins gæti ástæðan verið minnkandi framboð í kjölfar strangari dóma. Þá segir hann innflytjendur vilja þjóna þeim sem borga best og einnig sé kókaínið langdýrasta efnið. Grammið af kókaíni hefur kostað upp í fimmtán þúsund krónur og segir Hörður enga smáþjófa eða rúðubrjóta hafa efni á því. Eins segir hann að búast hafi mátt við því hér að fína fólkið hér myndi leita að tilbreytingu í kókaíni eins og gerst hefur annars staðar. "Við einbeitum okkur að því að takmarka framboðið, innflutning, notkun, sölu og dreifingu. Vandinn er sá að markaðurinn hefur stækkað," segir Hörður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira