Ótti um snjóflóð 17. janúar 2005 00:01 53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið. Sjö til níu íbúar við Árvelli í Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í byrjun janúar rýmdu hús sín í gær. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekki verða búið við Árvelli í framtíðinni þar sem stendur til að kaupa upp húsin. Eins segir hann mörg hús á hættusvæðum þegar hafa verið keypt upp og því hafi færri þurft að yfirgefa heimili sín en ella. Magni Guðmundsson er nýfluttur af Seljalandi vegna snjóflóðahættu og býr nú ásamt konu sinni á Skógarbraut sem er tvö hundruð metra frá gamla heimilinu. Í gærdag þurfti Magni að rýma vinnustað sinn, Netagerð Vestfjarða, ásamt vinnufélögunum vegna snjóflóðahættu. Húsið Seljaland var keypt af Magna og konunni hans síðasta haust af Ísafjarðarbæ og ofanflóðanefnd. Síðasta föstudag fluttu þau alveg yfir á Skógarbraut en þegar þurfti að rýma á Ísafirði í byrjun janúar gistu þau nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau ætla að leigja Seljaland yfir sumartímann en leyfilegt er að vera í húsinu sex mánuði á ári. Magni segir ástæðuna vera að honum hafi liðið vel á Seljalandi sem er gamalt sveitasetur. Hann hafi aldrei haft áhyggjur af snjóflóðum þó að flóð hafi fallið á húsið árið 1947. Jafnframt bendir hann á þarna hafi verið búið í átta hundruð ár. "Aðrir hafa haft meiri áhyggjur af okkur þarna en við sjálf," segir Magni. Honum finnst undarlegt að ekki hafi verið hægt að verja húsið sem sé mitt á milli garðsins og þess sem enn er kallað hættusvæði. "Kostnaður við að verja húsið átti að vera á milli tuttugu til þrjátíu milljónir en það þótti of mikið. Aftur á móti fór kostnaður við varnargarðinn, sem ég bý núna undir, um 130 milljónir fram úr áætlun," segir Magni.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira