Tíu ára fangelsi fyrir pyntingar 13. október 2005 15:23 Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Um miðjan dag í gær var Graner fundinn sekur um misþyrmingarnar og er að auki talinn höfuðpaurinn í skipulögðum pyntingum í fangelsinu sem fólust í barsmíðum, fangarnir voru látnir leggjast naktir hver ofan á annan, þeir voru neyddir til að fróa sér, borða svínakjöt og drekka áfengi sem stangast á við trú þeirra. Varnir Graners fólust í því að hann hafi einungis verið að fylgja skipunum; hans hlutverk og annarra hafi verið að gera fangana auðsveipari fyrir yfirheyrslur. Dómstóllinn tók ekkert tillit til þessara varna og var hann dæmdur sekur. Nokkrum klukkustundum síðar var refsingin svo ákveðin, tíu ára fangelsi, og er Graner vikið úr hernum með skömm. Myndir sem hermenn tóku af niðurlægingu og pyntingum fanganna birtust í fjölmiðlum um allan heim síðastliðið vor og höfðu mikil áhrif á álit írakskra borgara, sem borgara annarra landa, á veru Bandaríkjahers í Írak og skoðanir á réttmæti innrásarinnar. Því hefur verið haldið fram að pyntingarnar í Abu Ghraib hafi verið einsdæmi en annað er að koma á daginn. Pyntingar og misþyrmingar eru einnig stundaðar í fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, samkvæmt skýrslu Alþjóða Rauða krossins, og skýrslur hafa borist um illa meðferð á föngum í Afganistan. Því er haldið fram að heimsbyggðin hafi aðeins séð toppinn á ísjakanum hvað þetta varðar. Sex herlögreglumenn til viðbótar hafa verið ákærðir fyrir pyntingar í Abu Ghraib. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Um miðjan dag í gær var Graner fundinn sekur um misþyrmingarnar og er að auki talinn höfuðpaurinn í skipulögðum pyntingum í fangelsinu sem fólust í barsmíðum, fangarnir voru látnir leggjast naktir hver ofan á annan, þeir voru neyddir til að fróa sér, borða svínakjöt og drekka áfengi sem stangast á við trú þeirra. Varnir Graners fólust í því að hann hafi einungis verið að fylgja skipunum; hans hlutverk og annarra hafi verið að gera fangana auðsveipari fyrir yfirheyrslur. Dómstóllinn tók ekkert tillit til þessara varna og var hann dæmdur sekur. Nokkrum klukkustundum síðar var refsingin svo ákveðin, tíu ára fangelsi, og er Graner vikið úr hernum með skömm. Myndir sem hermenn tóku af niðurlægingu og pyntingum fanganna birtust í fjölmiðlum um allan heim síðastliðið vor og höfðu mikil áhrif á álit írakskra borgara, sem borgara annarra landa, á veru Bandaríkjahers í Írak og skoðanir á réttmæti innrásarinnar. Því hefur verið haldið fram að pyntingarnar í Abu Ghraib hafi verið einsdæmi en annað er að koma á daginn. Pyntingar og misþyrmingar eru einnig stundaðar í fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, samkvæmt skýrslu Alþjóða Rauða krossins, og skýrslur hafa borist um illa meðferð á föngum í Afganistan. Því er haldið fram að heimsbyggðin hafi aðeins séð toppinn á ísjakanum hvað þetta varðar. Sex herlögreglumenn til viðbótar hafa verið ákærðir fyrir pyntingar í Abu Ghraib.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira