Guðni segir slag óheppilegan 15. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki þurfa á átökum að halda á flokksþingi sem haldið verður í lok næsta mánaðar. "Margir eru að gæla við þá hugsun að það komi mótframboð. Oft er það þannig þegar flokkar eiga á brattann að sækja að þá sé best að skipta um varaformann! Ég á nú ekki von á mótframboði og þótt það kæmi hræðist ég það ekki. Ég hef búið við þá gæfu síðustu árin - af því ég tek mark á Gallupkönnunum - að staða mín er mjög sterk meðal framsóknarmanna í landinu. Ánægja með mín störf hefur verið frá 83 prósentum og upp í 94 prósent," segir Guðni. "Ég vil halda áfram að vera stýrimaður um borð á miklu aflaskipi Framsóknarflokksins og dreg mig ekki í hlé á meðan flokksmenn treysta mér. Átök við mig á þessu stigi væru mjög óheppileg, eins og staðan er núna. Við þurfum miklu frekar að standa saman á þessu þingi þar sem við ræðum málefni og mótum framtíð næstu ára, frekar en takast á við hvern annan innbyrðis." Guðni neitar því þó ekki að oft sé talað um einn af vélstjórunum í flokknum, Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem erfðaprins flokksins. "Það er allt annað mál. Við eigum ungt og efnilegt fólk í Framsóknarflokknum, þar á meðal vin minn Árna Magnússon, sem ég hef mikla trú á og bind miklar vonir við sem stjórnmálamann. Ég er ekkert að hugsa lengra en varaformanninum ber um þessar mundir og líður vel í því embætti, svo og í pólitík. Ég get vel hugsað mér að verða formaður flokksins ef svo ber undir, en bind ekki mína drauma við það. Árni Magnússon hefur gott af því að öðlast þroska eins og aðrir og lenda í stórsjó með reyndum mönnum áður en lengra er haldið. Það kann vel að vera að hann sé erfðaprins, en allir flokkar þurfa að eiga sér erfðaprinsa eða -prinsessur. Framsóknarflokkurinn býr vel hvað það varðar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira