Í fullu starfi og á eftirlaunum 14. janúar 2005 00:01 Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Lögin voru umdeild og taldi forysta Alþýðusambandsins að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Meðal annars var kveðið á um það í lögunum að ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum létu þeir af störfum við sextíu ára aldur og aldursmarkið lækkaði hefði þeir starfað sem ráðherrar í sex ár eða lengur. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Alls eru 27 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum og á þessu ári námu greiðslur til þeirra fyrir ráðherra- þingstörf rúmum 110 milljónum króna. Eftirlaun fyrrverandi alþingismanna voru á sama tíma rúmar 235 milljónir, þar á meðal eru greiðslur til ráðherra fyrir þingmennsku. Mikill titringur var á Alþingi áður en eftirlaunafrumvarpið var samþykkt en meðflutningsmenn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríðarlega harðra viðbragða hófst atburðarrás sem endaði með því að Vinstri-grænir, Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn ákváðu að draga stuðning sinn við frumvarpið tilbaka. Verkalýðshreyfingin mótmælti lögunum kröftuglega og skipulagði fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Frumvarpið var samþykkt af 29 þingmönnum stjórnarflokkanna, auk þess sem Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni og meðflutningsmaður frumvarpsins, studdi það og var þar með eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem það gerði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Sjá meira
Sjö fyrrverandi ráðherrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, sem voru samþykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Lögin voru umdeild og taldi forysta Alþýðusambandsins að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Meðal annars var kveðið á um það í lögunum að ráðherrar ættu rétt á eftirlaunum létu þeir af störfum við sextíu ára aldur og aldursmarkið lækkaði hefði þeir starfað sem ráðherrar í sex ár eða lengur. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Alls eru 27 fyrrverandi ráðherrar á eftirlaunum og á þessu ári námu greiðslur til þeirra fyrir ráðherra- þingstörf rúmum 110 milljónum króna. Eftirlaun fyrrverandi alþingismanna voru á sama tíma rúmar 235 milljónir, þar á meðal eru greiðslur til ráðherra fyrir þingmennsku. Mikill titringur var á Alþingi áður en eftirlaunafrumvarpið var samþykkt en meðflutningsmenn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríðarlega harðra viðbragða hófst atburðarrás sem endaði með því að Vinstri-grænir, Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn ákváðu að draga stuðning sinn við frumvarpið tilbaka. Verkalýðshreyfingin mótmælti lögunum kröftuglega og skipulagði fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Frumvarpið var samþykkt af 29 þingmönnum stjórnarflokkanna, auk þess sem Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni og meðflutningsmaður frumvarpsins, studdi það og var þar með eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem það gerði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Sjá meira