Augu fyrir auga 13. janúar 2005 00:01 Bush Bandaríkjaforseti hefur miklu fleiri mannslíf á samvizkunni en Osama bin Laden. Tölurnar liggja fyrir. Rösklega þrjú þúsund manns týndu lífi í árásum hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001. "Óvinurinn réðst á okkur," sagði Bush og sendi Bandaríkjaher fyrst inn í Afganistan og síðan inn í Írak, enda þótt Írakar kæmu hvergi nálægt árásunum 11. september. John Kerry, frambjóðandi demókrata, lýsti þessu ágætlega fyrir forsetakosningarnar í nóvember: þetta var eins og Roosevelt forseti hefði brugðizt við árás Japana á Pearl Harbor í desember 1941 með því að ráðast inn í Mexíkó. Og hvernig er nú umhorfs á vígvellinum í Írak? Bandaríkjamenn hafa misst nálega fjórtán hundruð manns auk 10.000 særðra; tölurnar hækka dag frá degi. Um mannfall meðal Íraka er minna vitað með vissu, þar eð hvorki innrásarliðið né bráðabirgðastjórnin í Írak hefur hirt um að safna upplýsingum um það. Brezkir tölfræðingar athuguðu málið, þeir fóru hús úr húsi og spurðust fyrir um fjölda fallinna og gizkuðu í eyðurnar með sömu aðferðum og beitt er við skoðanakannanir. Þeir birtu niðurstöðurnar í læknablaðinu Lancet. Stríðið hafði þá kostað um 100.000 óbreyttra borgara lífið, sögðu Bretarnir. Það var fyrir mörgum mánuðum. Mannfallið meðal Íraka er að vísu að mestu leyti af völdum Íraka sjálfra. Það liggur í hlutarins eðli. Bandaríkjamenn máttu vita það, að stríð við hermdarverkamenn lúta öðrum lögmálum en millilandastríð. Hryðjuverkamenn berjast með því að hræða eigið fólk frá samstarfi við óvininn. Þannig fór t.d. Mau Mau hreyfingin í Keníu að því að bola Bretum burt úr landinu á sinni tíð. Hryðjumenn drápu 20 sinnum fleiri innfædda en Evrópumenn 1952-56 og höfðu sitt fram: Bretarnir fóru heim, Kenía fékk sjálfstæði, og friður komst á. Bush forseti ber höfuðábyrgð á mannfallinu meðal Íraka nú að því leyti, að innrás Bandaríkjahers og Breta leysti hermdarverkin úr læðingi – með fulltingi Dana, tveggja Íslendinga, Ítala, Norðmanna, Pólverja og fáeinna annarra "staðfastra" og "fúsra" bandamanna. Hvaða vit er í því að hefna þeirra rösklega þriggja þúsunda, sem féllu 11. september, með stríði, sem hefur kostað meira en 100.000 manns lífið og ekki sér enn fyrir endann á? Með þessu árásarstríði eru Bandaríkin að kalla yfir sig ófrið eins langt og augað eygir fram í tímann. Þetta hefndarstríð – Bush forseti hefur jafnvel kallað það krossferð – gengur þar að auki í berhögg við siðferðishugsjón kristinna manna, enda varla við öðru að búast af forseta, sem gengur að eigin sögn til allra verka með guðs orð á vörum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn, sem Bandaríkjamenn gera sig seka um að sjást ekki fyrir í stríði. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna 1961-68, hefur lýst því offorsi, sem Bandaríkjamenn beittu Japana eftir árásina á Pearl Harbor. Vitnisburður hans birtist í kvikmyndinni The Fog of War (2004), þar sem McNamara talar tárvotur við myndavél í næstum tvo tíma. Hann lýsir loftárásum Bandaríkjahers á japanskar borgir með því að heimfæra eyðilegginguna á sambærilegar borgir í Bandaríkjunum. Talnaflóðið fær hárin til að rísa á höfði manns: loftárásirnar eyðilögðu 56% af Baltimore, 69% af Boston, 35% af Chicago, 40% af Los Angeles, 36% af Miami, 51% af New York, og þannig áfram borg úr borg – og það áður en Hírósíma og Nagasakí voru jafnaðar við jörðu. McNamara lýsir þeirri skoðun, að Bandaríkjamenn hefðu verið dæmdir fyrir stríðsglæpi í hrönnum, hefðu þeir tapað stríðinu. En þeir bættu Japönum skaðann eftir stríð, að svo miklu leyti sem það var hægt, enda hafa þjóðirnar æ síðan verið nánir bandamenn. Það er erfitt nú að gera sér í hugarlund, að Bandaríkjamenn og Írakar geti náð sambærilegum sáttum innan tíðar. Hitt virðist líklegra, að Bandaríkjamenn hrökklist burt frá Írak eins og þeir hrökkluðust burt frá Víetnam 1975. Osama bin Laden gengur laus. Honum tókst að egna Bandaríkin til árásar og reka fleyg milli þeirra og Evrópu. Bandaríkjamenn ættu að hugleiða örlög Ísraelsríkis. Sú var tíð, að Ísrael naut óskiptrar velvildar víða um heiminn sem saklaust fórnarlamb illra afla. Svo er ekki lengur. Ísraelsmenn hafa með harðýðgi sinni fyrirgert gamalli samúð. Fjölda fólks stendur á sama um mannfallið fyrir botni Miðjarðarhafs: menn horfa undan eins og þeir hafi gengið af slysni fram á tvo fyllirafta að fljúgast á. Bandaríkjamenn eiga það á hættu, að heimsbyggðin horfi undan, þegar hryðjuverkamenn gera næstu árás á Bandaríkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Bush Bandaríkjaforseti hefur miklu fleiri mannslíf á samvizkunni en Osama bin Laden. Tölurnar liggja fyrir. Rösklega þrjú þúsund manns týndu lífi í árásum hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001. "Óvinurinn réðst á okkur," sagði Bush og sendi Bandaríkjaher fyrst inn í Afganistan og síðan inn í Írak, enda þótt Írakar kæmu hvergi nálægt árásunum 11. september. John Kerry, frambjóðandi demókrata, lýsti þessu ágætlega fyrir forsetakosningarnar í nóvember: þetta var eins og Roosevelt forseti hefði brugðizt við árás Japana á Pearl Harbor í desember 1941 með því að ráðast inn í Mexíkó. Og hvernig er nú umhorfs á vígvellinum í Írak? Bandaríkjamenn hafa misst nálega fjórtán hundruð manns auk 10.000 særðra; tölurnar hækka dag frá degi. Um mannfall meðal Íraka er minna vitað með vissu, þar eð hvorki innrásarliðið né bráðabirgðastjórnin í Írak hefur hirt um að safna upplýsingum um það. Brezkir tölfræðingar athuguðu málið, þeir fóru hús úr húsi og spurðust fyrir um fjölda fallinna og gizkuðu í eyðurnar með sömu aðferðum og beitt er við skoðanakannanir. Þeir birtu niðurstöðurnar í læknablaðinu Lancet. Stríðið hafði þá kostað um 100.000 óbreyttra borgara lífið, sögðu Bretarnir. Það var fyrir mörgum mánuðum. Mannfallið meðal Íraka er að vísu að mestu leyti af völdum Íraka sjálfra. Það liggur í hlutarins eðli. Bandaríkjamenn máttu vita það, að stríð við hermdarverkamenn lúta öðrum lögmálum en millilandastríð. Hryðjuverkamenn berjast með því að hræða eigið fólk frá samstarfi við óvininn. Þannig fór t.d. Mau Mau hreyfingin í Keníu að því að bola Bretum burt úr landinu á sinni tíð. Hryðjumenn drápu 20 sinnum fleiri innfædda en Evrópumenn 1952-56 og höfðu sitt fram: Bretarnir fóru heim, Kenía fékk sjálfstæði, og friður komst á. Bush forseti ber höfuðábyrgð á mannfallinu meðal Íraka nú að því leyti, að innrás Bandaríkjahers og Breta leysti hermdarverkin úr læðingi – með fulltingi Dana, tveggja Íslendinga, Ítala, Norðmanna, Pólverja og fáeinna annarra "staðfastra" og "fúsra" bandamanna. Hvaða vit er í því að hefna þeirra rösklega þriggja þúsunda, sem féllu 11. september, með stríði, sem hefur kostað meira en 100.000 manns lífið og ekki sér enn fyrir endann á? Með þessu árásarstríði eru Bandaríkin að kalla yfir sig ófrið eins langt og augað eygir fram í tímann. Þetta hefndarstríð – Bush forseti hefur jafnvel kallað það krossferð – gengur þar að auki í berhögg við siðferðishugsjón kristinna manna, enda varla við öðru að búast af forseta, sem gengur að eigin sögn til allra verka með guðs orð á vörum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn, sem Bandaríkjamenn gera sig seka um að sjást ekki fyrir í stríði. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna 1961-68, hefur lýst því offorsi, sem Bandaríkjamenn beittu Japana eftir árásina á Pearl Harbor. Vitnisburður hans birtist í kvikmyndinni The Fog of War (2004), þar sem McNamara talar tárvotur við myndavél í næstum tvo tíma. Hann lýsir loftárásum Bandaríkjahers á japanskar borgir með því að heimfæra eyðilegginguna á sambærilegar borgir í Bandaríkjunum. Talnaflóðið fær hárin til að rísa á höfði manns: loftárásirnar eyðilögðu 56% af Baltimore, 69% af Boston, 35% af Chicago, 40% af Los Angeles, 36% af Miami, 51% af New York, og þannig áfram borg úr borg – og það áður en Hírósíma og Nagasakí voru jafnaðar við jörðu. McNamara lýsir þeirri skoðun, að Bandaríkjamenn hefðu verið dæmdir fyrir stríðsglæpi í hrönnum, hefðu þeir tapað stríðinu. En þeir bættu Japönum skaðann eftir stríð, að svo miklu leyti sem það var hægt, enda hafa þjóðirnar æ síðan verið nánir bandamenn. Það er erfitt nú að gera sér í hugarlund, að Bandaríkjamenn og Írakar geti náð sambærilegum sáttum innan tíðar. Hitt virðist líklegra, að Bandaríkjamenn hrökklist burt frá Írak eins og þeir hrökkluðust burt frá Víetnam 1975. Osama bin Laden gengur laus. Honum tókst að egna Bandaríkin til árásar og reka fleyg milli þeirra og Evrópu. Bandaríkjamenn ættu að hugleiða örlög Ísraelsríkis. Sú var tíð, að Ísrael naut óskiptrar velvildar víða um heiminn sem saklaust fórnarlamb illra afla. Svo er ekki lengur. Ísraelsmenn hafa með harðýðgi sinni fyrirgert gamalli samúð. Fjölda fólks stendur á sama um mannfallið fyrir botni Miðjarðarhafs: menn horfa undan eins og þeir hafi gengið af slysni fram á tvo fyllirafta að fljúgast á. Bandaríkjamenn eiga það á hættu, að heimsbyggðin horfi undan, þegar hryðjuverkamenn gera næstu árás á Bandaríkin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun