Innlent

Órólegur snjór miðað við magn

Meira hefur verið um snjóflóð á Vestfjörðum undanfarið en snjódýptartölur segja til um, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. "Snjórinn hefur verið órólegur miðað við magn," segir hann og bætir við að í þessum efnum skipti máli lagskiptins snjósins og skafrenningur. "Svo getur nú líka verið að meiri snjór sé til fjalla en mælingar í byggð segja til um." Trausti segir hins vegar að oft hafi snjóað meira á Vestfjörðum en nú. Þar mældist þó í byrjun vikunnar 60 til 65 sentímetra djúpur jafnfallinn snjór og taldi hann að snjór í slíku magni myndi valda algjöru umferðaröngþveiti á höfuðborgarsvæðinu. "Tölurnar miða við jafnfallinn snjó þannig að búast má við miklum sköflum. Í þorpum er oft minni vindur vegna húsa og aðfenni meira."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×