Niðurstaða um mánaðamótin 13. október 2005 15:20 Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær. Lögmenn Skeljungs, Olís, Olíufélagsins og Orkunnar fengu, ásamt lögmönnum Samkeppnisstofnunar, um tvær klukkustundir hver til að skýra mál sitt á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Fundurinn hófst klukkan níu í gærmorgun og lauk á níunda tímanum í gærkvöldi. Fór þar fram munnlegur málflutningur í máli olíufélaganna í kjölfar áfrýjunar þeirra á úrskurði samkeppnisráðs vegna verðsamráðs þeirra á árunum 1993 til 2001 en áður hafði skriflegur málflutningur farið fram. Stefán Már Stefánsson, formaður áfrýjunarnefndar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lögmennirnir hefðu fengið tækifæri til að ræða kjarna málsins og leggja áherslu á aðalatriði þess. Stefán Már sagði að ágreiningur hefði verið á milli olíufélaganna um ýmis efnisatriði. Hann sagðist ekki geta farið nánar út í það að svo stöddu en sagði að lögmenn félaganna hefðu lagt áherslu á að margt væri fyrnt í tengslum við verðsamráðið sem félögin væru sökuð um. Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sagði ekkert nýtt eða óvænt hafa komið fram í málinu á fundinum í gær. Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs voru olíufélögin sektuð um ríflega tvo milljarða króna vegna ólöglegs verðsamráðs. Málið hefur nú verið lagt í úrskurð áfrýjunarnefndar sem hefur sex vikur til að komast að niðurstöðu. Sá frestur er senn á enda og útlit fyrir að nefndin þurfi aðeins lengri tíma til að ljúka málinu. Formaður nefndarinnar segir málið stórt og viðamikið en stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir um mánaðamótin. Uni olíufélögin ekki niðurstöðu nefndarinnar geta þau höfðað mál fyrir dómstólum og slíkt gæti tekið að minnsta kosti eitt til tvö ár.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira