Einbeitir sér að náminu í vetur 13. október 2005 15:20 Björn Bragi stefnir að stúdentsprófi frá Versló í vor og kveðst ætla að taka því rólega í félagslífinu í ár. "Ég fékk minn skammt í fyrra," segir hann og spurður hvort það hafi komið niður á náminu svarar hann: "Það kom dálítið niður á mætingunni og ég gat ekki lært mikið á tímabili en náði því upp með vorinu," segir hann. Samt kveðst hann fylgjast vel með Gettu betur og að sjálfsögðu styðja sitt fólk - en bara sem áhorfandi þetta árið. Björn Bragi er á alþjóðabraut í Verslunarskólanum og er að hefja undirbúning að lokaverkefni. "Við tökum eitt land fyrir og fjöllum um viðskipti Íslands við það. Ég valdi Búlgaríu og er að byrja að setja mig inn í ýmis mál sem tengjast því. Það er mjög áhugavert. Hver veit nema ég drífi mig þangað í framhaldinu." Þó svo að Björn Bragi búist síður við að fara í viðskiptatengt nám þegar hann snýr sér að háskóla er hann ánægður með val á framhaldsskóla. "Mér leist best á Versló þegar ég var að kynna mér skólana svo ég skellti mér í hann og sé ekki eftir því. Aðstaðan er svo góð hérna, kennararnir fínir og svo hefur maður eignast frábæra vini. Þetta fer allt mjög vel í mig!" segir hann brosandi og þvertekur fyrir að hafa valið skólann til að komast inn í söngleikina enda hafi hann aldrei tekið þátt í þeim. Þegar farið er að ræða um myndatöku vegna viðtalsins kemur í ljós að Björn Bragi er að fara í aðra myndatöku nánast á sama tíma. Sú er vegna lagakeppni sem verður í skólanum eftir tvær vikur. "Já, ég laumaði inn einu lagi," segir hann rólega. Keppnisskapið er greinilega enn til staðar Nám Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Björn Bragi stefnir að stúdentsprófi frá Versló í vor og kveðst ætla að taka því rólega í félagslífinu í ár. "Ég fékk minn skammt í fyrra," segir hann og spurður hvort það hafi komið niður á náminu svarar hann: "Það kom dálítið niður á mætingunni og ég gat ekki lært mikið á tímabili en náði því upp með vorinu," segir hann. Samt kveðst hann fylgjast vel með Gettu betur og að sjálfsögðu styðja sitt fólk - en bara sem áhorfandi þetta árið. Björn Bragi er á alþjóðabraut í Verslunarskólanum og er að hefja undirbúning að lokaverkefni. "Við tökum eitt land fyrir og fjöllum um viðskipti Íslands við það. Ég valdi Búlgaríu og er að byrja að setja mig inn í ýmis mál sem tengjast því. Það er mjög áhugavert. Hver veit nema ég drífi mig þangað í framhaldinu." Þó svo að Björn Bragi búist síður við að fara í viðskiptatengt nám þegar hann snýr sér að háskóla er hann ánægður með val á framhaldsskóla. "Mér leist best á Versló þegar ég var að kynna mér skólana svo ég skellti mér í hann og sé ekki eftir því. Aðstaðan er svo góð hérna, kennararnir fínir og svo hefur maður eignast frábæra vini. Þetta fer allt mjög vel í mig!" segir hann brosandi og þvertekur fyrir að hafa valið skólann til að komast inn í söngleikina enda hafi hann aldrei tekið þátt í þeim. Þegar farið er að ræða um myndatöku vegna viðtalsins kemur í ljós að Björn Bragi er að fara í aðra myndatöku nánast á sama tíma. Sú er vegna lagakeppni sem verður í skólanum eftir tvær vikur. "Já, ég laumaði inn einu lagi," segir hann rólega. Keppnisskapið er greinilega enn til staðar
Nám Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira