Impregilo skuldar hundruð milljóna 10. janúar 2005 00:01 Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira