Söfnuður stýri ekki Framsókn 9. janúar 2005 00:01 Það þurfa nýir frambjóðendur að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum ef árangur á að nást að mati Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans, segir eðlilegt að einstaklingar í flokkum geti haft sínar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. "Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur-norður. Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík." Gestur Gestsson segir ummæli Alfreðs séu sérlega ósmekkleg. Það lýsi vel fátækri málefnastöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trúfélagi menn séu. "Það er víst trúfrelsi á Íslandi," segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Alfreð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félagsfundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. "Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgarbúa og fylgi við þá talar sínu máli," segir Gestur. "Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa." Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm prósenta fylgi í í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir sjálfstæðismenn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Það þurfa nýir frambjóðendur að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum ef árangur á að nást að mati Gests Gestssonar, formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur-norður. Hann segir persónulega hagsmuni Alfreðs Þorsteinssonar innan Orkuveitu Reykjavíkur tekna fram yfir hagsmuni borgarbúa og Framsóknarflokksins í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans, segir eðlilegt að einstaklingar í flokkum geti haft sínar skoðanir. Hann sé hins vegar ósammála Gesti. "Ég efast um að hann tali fyrir hönd almennra framsóknarmanna í Reykjavík því ég hef ekki orðið var við að hann haldi fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur-norður. Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík." Gestur Gestsson segir ummæli Alfreðs séu sérlega ósmekkleg. Það lýsi vel fátækri málefnastöðu Alfreðs að aðalatriðið í málflutningi hans sé í hvaða trúfélagi menn séu. "Það er víst trúfrelsi á Íslandi," segir Gestur. Hann segir það ekki rétt hjá Alfreð að fundir séu ekki haldnir hjá félaginu því síðasti félagsfundur hafi farið fram í október en á hann hafi Alfreð hins vegar ekki mætt. "Borgarfulltrúar flokksins njóta ekki trúverðugleika borgarbúa og fylgi við þá talar sínu máli," segir Gestur. "Það fer alltaf neðar og neðar og það segir mér að það sé ekki rétt fólk við stjórnvölinn. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er nánast ekki til í huga borgarbúa." Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn mældist með tæplega fimm prósenta fylgi í í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir sjálfstæðismenn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira