Samráðssektir innheimtar strax 7. janúar 2005 00:01 Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira