Nú er hægt að gera góð kaup 7. janúar 2005 00:01 Útsölurnar eru hafnar af fullum krafti og eflaust eru þeir margir sem hyggjast nýta sér þær enda hægt að gera þar góð kaup, til dæmis í vetrarfatnaði, nú þegar veturinn er rétt hálfnaður. Hitastigið hér á okkar breiddargráðu er líka yfirleitt með þeim hætti að "heilsársfatnaður" er einmitt það sem hentar og því eru vetrarútsölurnar ákjósanlegar til að hressa upp á fataskápinn. Margir hafa eflaust fengið gjafakort sem gilda í ýmsum verslunum í jólagjöf og þeir fá talsvert meira fyrir peninginn nú en í desember. Framundan eru þorrablót og árshátíðir og eflaust er hægt að finna fyrirtaks samkvæmisklæðnað á útsölunum, skó, skart, töskur og aðra fylgihluti og heilsuræktin er hátt skrifuð hjá mörgum á þessum árstíma svo útsölurnar í sportvörubúðunum koma sér vel. En það eru fleiri en fatakaupmenn sem bjóða afslætti í byrjun árs. Útsölurnar ná líka til annarra vörutegunda eins og húsgagna, heimilistækja og búsáhalda svo fátt eitt sé nefnt. Upplagt er að nota útsölurnar til að kaupa ýmsa gjafavöru sem gott er að eiga í handraðanum heima og gauka að vinum þegar tilefni gefst til, svo sem eins og á afmælum. Þá má benda hagsýnum á að það koma jól líka í lok þessa árs og því ekki úr vegi að huga að jólagjafakaupum þegar vöruverð er í lágmarki. Tilboð Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Útsölurnar eru hafnar af fullum krafti og eflaust eru þeir margir sem hyggjast nýta sér þær enda hægt að gera þar góð kaup, til dæmis í vetrarfatnaði, nú þegar veturinn er rétt hálfnaður. Hitastigið hér á okkar breiddargráðu er líka yfirleitt með þeim hætti að "heilsársfatnaður" er einmitt það sem hentar og því eru vetrarútsölurnar ákjósanlegar til að hressa upp á fataskápinn. Margir hafa eflaust fengið gjafakort sem gilda í ýmsum verslunum í jólagjöf og þeir fá talsvert meira fyrir peninginn nú en í desember. Framundan eru þorrablót og árshátíðir og eflaust er hægt að finna fyrirtaks samkvæmisklæðnað á útsölunum, skó, skart, töskur og aðra fylgihluti og heilsuræktin er hátt skrifuð hjá mörgum á þessum árstíma svo útsölurnar í sportvörubúðunum koma sér vel. En það eru fleiri en fatakaupmenn sem bjóða afslætti í byrjun árs. Útsölurnar ná líka til annarra vörutegunda eins og húsgagna, heimilistækja og búsáhalda svo fátt eitt sé nefnt. Upplagt er að nota útsölurnar til að kaupa ýmsa gjafavöru sem gott er að eiga í handraðanum heima og gauka að vinum þegar tilefni gefst til, svo sem eins og á afmælum. Þá má benda hagsýnum á að það koma jól líka í lok þessa árs og því ekki úr vegi að huga að jólagjafakaupum þegar vöruverð er í lágmarki.
Tilboð Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira