Ætla að kæra Impregilo 6. janúar 2005 00:01 Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira