Ætla að kæra Impregilo 6. janúar 2005 00:01 Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira