Þjóð er aldrei lítil 5. janúar 2005 00:01 Fréttir af hörmungunum við Indlandshaf eru skelfilegar. Náttúruhamfarir af þessu tagi sýna okkur hve mannfólkið má sín í rauninni lítils. Þrátt fyrir að hafa farið til tunglsins fyrir 35 árum og alltaf sé verið að komast að einhverju nýju um gangverk alheimsins þá erum við berskjölduð gagnvart náttúrunni. Líklegast hefði viðvörunarkerfi af einhverju tagi bjargað einhverjum mannslífum, en líklegast hefði slíkt kerfi ekki komið tugum þúsunda að gagni, fremur en slíkt kerfi hefði gagnast 26 þúsund manns sem fórust í Bam í jarðskjálftanum sem varð réttu ári fyrr en þessi ósköp dundu yfir. Þegar varnarleysi okkar gegn náttúruöflunum krsitallast með þessum hætti ætti okkur þykja enn vænna en fyrr um það sem við höfum í hendi okkar, ráðum við sjálf. Það er undarlegt til þess að hugsa að mennirnir ákveða stundum að gera hluti sem leiða slík ósköp yfir fólk, saklaust fólk, undir því yfirskini að verið sé að frelsa þjóðir undan vondum valdhöfum. Þetta gerðu Bandaríkjamenn og Bretar með dyggum stuðningi hinna viljugu og staðföstu fyrir bráðum tveimur árum síðan. Vissulega var Saddam hin mesta ófreskja, en það er bara ekki nóg til að fara með stríð á hendur heilli þjóð og leiða yfir hana hörmungar sem einungis náttúran ætti að geta leitt yfir mannkynið. Tveir menn ákváðu að við þessi litla þjóð hér norður í ballarhafi skyldum vera viljug og staðföst í árásinni á Írak. Þeir fóru ekki að settum reglum. Þeir báru þetta ekki undir þá samkundu sem á að fara með völdin í landinu á milli kosninga. Væntanlega þótti þeim þetta smámál og ekki koma neinum við nema þeim, eða hvað ? Við höfum lýst því yfir að við séum vopnlaus þjóð. Kvikmynd sem sýnd var í Háskólabíó fyrir jól og á Stöð 2 daginn fyrir gamlársdag, Íslenska hersveitin, sýnir að svo er ekki lengur. Í nafni friðargæslu eru Íslendingar að sveiflast um með byssur sem ljóst má sjá af þessari kvikmynd að þeir kunna ekkert með að fara - og það er búið að hanna hermannahúfu með íslenska skjaldamerkinu. Hver hefur gefið leyfi til þess. Davíð og Halldór? Foringi þess annars um margt ágæta folks sem ræður hér ríkjum, hefur sérstakt lag á því að reyna að taka málfrelsið af fólki. Honum tókst það í Evrópuumræðunni, þá var það fiskurinn í sjónum sem hann beitti fyrir sig. Honum tókst það með gagnagrunninn, þá voru það vísindi og listir. Honum tókst það til að byrja með í árásunum á Baugsfeðga, ef menn tóku ekki þátt í þeim árásum þá voru þeir með persónulegar árásir á hann. Nú má ekki hafa orð á þeirri hlálegu upphæð sem ríkisstjórnin ætlar að láta af hendi rakna til hjálparstarfsins fyrir þjóðirnar í Indlandshafi, það er ósmekkleg pólitísk umræða. Ég held að honum finnist bara öll umræða sem ekki snýst um hvað hann sjálfur er frábær ósmekkleg. Við erum svo lítil hvort sem er, er klifað. Við gefum lúsarupphæð af því við erum svo lítil, við höfum ekkert að gera í Evrópusamstarfið af því við erum svo lítil. Sumir vilja vera stórir fiskar í lítilli tjörn. Mér hugnast betur sá hugsunarháttur sem birtist í sjónvarpsauglýsingunni frá Baugi og sýnd hefur verið nú um hátíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Fréttir af hörmungunum við Indlandshaf eru skelfilegar. Náttúruhamfarir af þessu tagi sýna okkur hve mannfólkið má sín í rauninni lítils. Þrátt fyrir að hafa farið til tunglsins fyrir 35 árum og alltaf sé verið að komast að einhverju nýju um gangverk alheimsins þá erum við berskjölduð gagnvart náttúrunni. Líklegast hefði viðvörunarkerfi af einhverju tagi bjargað einhverjum mannslífum, en líklegast hefði slíkt kerfi ekki komið tugum þúsunda að gagni, fremur en slíkt kerfi hefði gagnast 26 þúsund manns sem fórust í Bam í jarðskjálftanum sem varð réttu ári fyrr en þessi ósköp dundu yfir. Þegar varnarleysi okkar gegn náttúruöflunum krsitallast með þessum hætti ætti okkur þykja enn vænna en fyrr um það sem við höfum í hendi okkar, ráðum við sjálf. Það er undarlegt til þess að hugsa að mennirnir ákveða stundum að gera hluti sem leiða slík ósköp yfir fólk, saklaust fólk, undir því yfirskini að verið sé að frelsa þjóðir undan vondum valdhöfum. Þetta gerðu Bandaríkjamenn og Bretar með dyggum stuðningi hinna viljugu og staðföstu fyrir bráðum tveimur árum síðan. Vissulega var Saddam hin mesta ófreskja, en það er bara ekki nóg til að fara með stríð á hendur heilli þjóð og leiða yfir hana hörmungar sem einungis náttúran ætti að geta leitt yfir mannkynið. Tveir menn ákváðu að við þessi litla þjóð hér norður í ballarhafi skyldum vera viljug og staðföst í árásinni á Írak. Þeir fóru ekki að settum reglum. Þeir báru þetta ekki undir þá samkundu sem á að fara með völdin í landinu á milli kosninga. Væntanlega þótti þeim þetta smámál og ekki koma neinum við nema þeim, eða hvað ? Við höfum lýst því yfir að við séum vopnlaus þjóð. Kvikmynd sem sýnd var í Háskólabíó fyrir jól og á Stöð 2 daginn fyrir gamlársdag, Íslenska hersveitin, sýnir að svo er ekki lengur. Í nafni friðargæslu eru Íslendingar að sveiflast um með byssur sem ljóst má sjá af þessari kvikmynd að þeir kunna ekkert með að fara - og það er búið að hanna hermannahúfu með íslenska skjaldamerkinu. Hver hefur gefið leyfi til þess. Davíð og Halldór? Foringi þess annars um margt ágæta folks sem ræður hér ríkjum, hefur sérstakt lag á því að reyna að taka málfrelsið af fólki. Honum tókst það í Evrópuumræðunni, þá var það fiskurinn í sjónum sem hann beitti fyrir sig. Honum tókst það með gagnagrunninn, þá voru það vísindi og listir. Honum tókst það til að byrja með í árásunum á Baugsfeðga, ef menn tóku ekki þátt í þeim árásum þá voru þeir með persónulegar árásir á hann. Nú má ekki hafa orð á þeirri hlálegu upphæð sem ríkisstjórnin ætlar að láta af hendi rakna til hjálparstarfsins fyrir þjóðirnar í Indlandshafi, það er ósmekkleg pólitísk umræða. Ég held að honum finnist bara öll umræða sem ekki snýst um hvað hann sjálfur er frábær ósmekkleg. Við erum svo lítil hvort sem er, er klifað. Við gefum lúsarupphæð af því við erum svo lítil, við höfum ekkert að gera í Evrópusamstarfið af því við erum svo lítil. Sumir vilja vera stórir fiskar í lítilli tjörn. Mér hugnast betur sá hugsunarháttur sem birtist í sjónvarpsauglýsingunni frá Baugi og sýnd hefur verið nú um hátíðina.