Hátíð gleðinnar 27. desember 2005 03:13 Mörgum finnst að í aðdraganda jólanna gleymist oft tilefni þeirra. Neyslukapphlaupið yfirskyggi allt annað. Jólasveinar séu meira áberandi en Frelsarinn og boðskapur hans. En þó má ekki gleyma því að kirkjur landsins eru vel sóttar helgidagana. Þessi jól voru þar engin undantekning. Á aðventunni er kirkjustarf einnig öflugt eins og fram kom í viðtali við séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest hér í blaðinu á Þorláksmessu. "Íslendingar eru mjög einhuga í því að halda gleðileg jól, eiginlega alveg óháð því hvaða áherslur þeir hafa að öðru leyti í lífi sínu. Fátt sameinar þjóðina eins vel og jólahaldið," sagði hann. "Ég skynja meiri gleði í kringum jólin og mér finnst vera minna um vandamál. Fólk leyfir sér kannski að gleyma þeim um stundarsakir eða yfirstígur þau jafnvel," sagði séra Hjálmar. Þessi orð dómkirkjuprestins eru uppörvandi. Jólin eiga auðvitað að vera hátíð gleðinnar öðru fremur. Ekki þó neyslugleði heldur hinnar sönnu innri gleði sem leiðir af því að láta gott af sér leiða og rækta uppbyggilegt samband við sína nánustu og náungann. En heldur var hún nú dapurleg forsíðufréttin sem þetta blað flutti á föstudaginn. "Margir í meðferð eftir jól" sagði þar. Haft var eftir Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni á Vogi, meðferðarstöð SÁÁ, að í janúar mætti eiga von á mörgum nýjum andlitum. "Þetta er oft fólk sem hefur brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni yfir hátíðarnar og ekki mætt í jólaboð vegna drykkju," sagði hann og bætti við: "Fólk er oft mjög tilfinningaríkt um jólin og því verða þessi mál oft að miklu hitamáli sem stundum opnar augu drykkjumannsins fyrir vandanum." Það er auðvitað kostur ef jólin hreyfa þannig við fólki sem lent hefur í öngstræti, en betur væri að slík viðhorfsbreyting yrði fyrir hátíðarnar en eftir þær, þegar helgihaldinu hefur verið spillt með tilheyrandi sárindum og vanlíðan. Þó að ástæða sé til að gleðjast yfir sérhverjum ofdrykkjumanni sem leitar sér meðferðar væri ástæða til meiri gleði ef menn kynnu sér almennt meiri hóf á þessu sviði. Svo má ekki gleyma því að með vaxandi fjölmenningu á Íslandi fjölgar þeim sem ekki halda hefðbundin kristileg jól. "Við gleðjumst og tökum þátt í jólahátíðinni með kristnum bræðrum okkar, engin spurning," sagði Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, í Fréttablaðinu á föstudaginn. Þetta er rétta afstaðan. Um leið og kristnir Íslendingar hljóta að sýna fólki, sem rækir önnur trúarbrögð eða engin, umburðarlyndi, hljóta hinir síðarnefndu að laga sig að hefð og menningu þorra þjóðarinnar. "Þetta snýst að miklu leyti um ljósin og fegurðina í skammdeginu," sagði Salmann Tamimi og minnti réttilega á að mikilvægast væri að huga að þeim sem minna mættu sín og þeim sem væru einir yfir jólin. Ólík trúarbrögð og veraldarhyggja eru hluti af nútímanum á Íslandi en hvorugt þarf að spilla jólagleðinni og tækifærum sem jólin færa okkur til að rækta okkar betri hliðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Mörgum finnst að í aðdraganda jólanna gleymist oft tilefni þeirra. Neyslukapphlaupið yfirskyggi allt annað. Jólasveinar séu meira áberandi en Frelsarinn og boðskapur hans. En þó má ekki gleyma því að kirkjur landsins eru vel sóttar helgidagana. Þessi jól voru þar engin undantekning. Á aðventunni er kirkjustarf einnig öflugt eins og fram kom í viðtali við séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest hér í blaðinu á Þorláksmessu. "Íslendingar eru mjög einhuga í því að halda gleðileg jól, eiginlega alveg óháð því hvaða áherslur þeir hafa að öðru leyti í lífi sínu. Fátt sameinar þjóðina eins vel og jólahaldið," sagði hann. "Ég skynja meiri gleði í kringum jólin og mér finnst vera minna um vandamál. Fólk leyfir sér kannski að gleyma þeim um stundarsakir eða yfirstígur þau jafnvel," sagði séra Hjálmar. Þessi orð dómkirkjuprestins eru uppörvandi. Jólin eiga auðvitað að vera hátíð gleðinnar öðru fremur. Ekki þó neyslugleði heldur hinnar sönnu innri gleði sem leiðir af því að láta gott af sér leiða og rækta uppbyggilegt samband við sína nánustu og náungann. En heldur var hún nú dapurleg forsíðufréttin sem þetta blað flutti á föstudaginn. "Margir í meðferð eftir jól" sagði þar. Haft var eftir Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni á Vogi, meðferðarstöð SÁÁ, að í janúar mætti eiga von á mörgum nýjum andlitum. "Þetta er oft fólk sem hefur brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni yfir hátíðarnar og ekki mætt í jólaboð vegna drykkju," sagði hann og bætti við: "Fólk er oft mjög tilfinningaríkt um jólin og því verða þessi mál oft að miklu hitamáli sem stundum opnar augu drykkjumannsins fyrir vandanum." Það er auðvitað kostur ef jólin hreyfa þannig við fólki sem lent hefur í öngstræti, en betur væri að slík viðhorfsbreyting yrði fyrir hátíðarnar en eftir þær, þegar helgihaldinu hefur verið spillt með tilheyrandi sárindum og vanlíðan. Þó að ástæða sé til að gleðjast yfir sérhverjum ofdrykkjumanni sem leitar sér meðferðar væri ástæða til meiri gleði ef menn kynnu sér almennt meiri hóf á þessu sviði. Svo má ekki gleyma því að með vaxandi fjölmenningu á Íslandi fjölgar þeim sem ekki halda hefðbundin kristileg jól. "Við gleðjumst og tökum þátt í jólahátíðinni með kristnum bræðrum okkar, engin spurning," sagði Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, í Fréttablaðinu á föstudaginn. Þetta er rétta afstaðan. Um leið og kristnir Íslendingar hljóta að sýna fólki, sem rækir önnur trúarbrögð eða engin, umburðarlyndi, hljóta hinir síðarnefndu að laga sig að hefð og menningu þorra þjóðarinnar. "Þetta snýst að miklu leyti um ljósin og fegurðina í skammdeginu," sagði Salmann Tamimi og minnti réttilega á að mikilvægast væri að huga að þeim sem minna mættu sín og þeim sem væru einir yfir jólin. Ólík trúarbrögð og veraldarhyggja eru hluti af nútímanum á Íslandi en hvorugt þarf að spilla jólagleðinni og tækifærum sem jólin færa okkur til að rækta okkar betri hliðar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun