Hinn óhreini tónn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 2. desember 2005 00:01 Einhverjum þótti munur á harkalegri framgöngu umsjónarmanna Kastljóss við mig föstudagskvöldið 25. nóvember, miðað við mildina, sem Jóni Ólafssyni var þar sýnd tíu dögum áður. Sjálfur geri ég enga athugasemd. Með harkalegri framgöngu sinni gáfu Kastljóssmenn mér tækifæri til að svara spurningum, sem fólk vildi fá svarað. Það er líka gott, að Jón Ólafsson fékk rúman tíma í Kastljósi. Hann kom rækilega upp um sjálfan sig þar og annars staðar, þar sem hann birtist til að kynna bók þeirra Einars Kárasonar. Jón Ólafsson hélt því til dæmis fram, að skattrannsóknastjóri hefði gumað af því ölvaður, að hann hefði fengið aukafjárveitingu frá Davíð Oddssyni fyrir að taka sig til rannsóknar. Bar Jón fyrir því endurskoðanda, sem hefði hringt í sig. En skattrannsóknastjóri hefur verið stakur bindindismaður í þrjátíu ár. Hann hafði aldrei hitt Davíð Oddsson, þegar rannsóknin hófst. Jón fullyrti líka, að Davíð Oddsson hefði sig á heilanum. Dæmi hans var, að Davíð hefði notað allan ræðutíma sinn í fimmtugsafmæli Þórarins Eldjárns til að úthúða sér. Nú hefur Þórarinn Eldjárn leiðrétt þetta. Í þrettán mínútna ræðu sinni minntist Davíð ekki einu orði á Jón Ólafsson Lundúnafara, heldur vitnaði á nokkrum sekúndum í ljóð Þórarins um Jón Ólafsson Indíafara. Bæði dæmin, sem Jón nefndi, um ölvunartal skattrannsóknastjóra og ræðuhöld Davíðs um Jón, eru í bók Einars Kárasonar, sem var raunar heimildarmaðurinn að sögunni um ræðuhöldin. Það blasir við, að annað hvort veit Einar Kárason ekki hver Jón Ólafsson Indíafari var, eða að hann hefur verið í því ástandi í afmæli Þórarins, sem Jón Ólafsson Lundúnafari segir að skattrannsóknastjóri sé jafnan í þegar hann gorti af aukafjárveitingum til sín. Jón Ólafsson sagði í sjónvarpinu frá því, að ég hefði hringt í sig og beðist vægðar. Þetta eru auðvitað líka órar. Ég hringdi í Jón að kvöldi 6. nóvember. Svo vel vildi til, að Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður var stödd hjá mér og hlustaði á mig tala við Jón, svo að fleiri eru til frásagnar en við Jón. Ég sagði Jóni, að sennilega vissi hann ekki, að ég hefði strax og lögmaður hans í Bretlandi hefði sent mér kvörtun vegna heimasíðu minnar, óskað eftir 3. júlí 2004 því við vefstjóra háskólans, að henni yrði lokað, en það hefði ekki verið gert af einhverri handvömm. Ég hefði ekki viljað troða illsakir við hann. Ég spurði Jón síðan, hvort við ættum ekki að láta deilur okkar niður falla. Hann var ekki reiðubúinn til þess. Einar Kárason hefur ekki vandað sig í þessari bók. Hann skrifar til dæmis upp eftir Jóni, að hann hafi aðeins verið sextán ára í lögregluyfirheyrslu vegna fíkniefnamisferlis sumarið 1972. Jón var þá átján ára. Í öðrum stað í bókinni er hlægilegt ósamræmi. Þeir Jón segja á bls. 454, að tilboð hafi borist í Norðurljós upp á 70 milljónir dala, sem hafi þá verið 7 milljarðar króna. Ellefu blaðsíðum aftar segir Jón frá því, að hann hafi reiknað sér ráðgjafagreiðslur frá Norðurljósum upp á 50 þúsund dali á mánuði, en það sé nú um 3 milljónir króna. Af hverju reikna þeir Einar og Jón dalinn á 100 kr. á öðrum staðnum, en 60 kr. á hinum? Fróðlegasta villan er ef til vill þegar Einar Kárason segir á bls. 154, að "Brennið þér vitar" sé eftir Davíð og Kaldalóns. Öll þjóðin veit, að lagið er úr Alþingishátíðarkantötu Páls Ísólfssonar. En Sigvaldi Kaldalóns var bróðir Eggerts Stefánssonar, sem var auðvitað fyrirmyndin að Garðari Hólm í Brekkukotsannál. Gúðmúnsen kaupmaður vildi setja slaufu á saltfiskinn, fá listamenn til að syngja sér lof. Faðir hans, Jón gamli, hafði hagnast á brennivínssölu. Þeir tóku í þjónustu sína Garðar Hólm, sem söng hinn óhreina tón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Einhverjum þótti munur á harkalegri framgöngu umsjónarmanna Kastljóss við mig föstudagskvöldið 25. nóvember, miðað við mildina, sem Jóni Ólafssyni var þar sýnd tíu dögum áður. Sjálfur geri ég enga athugasemd. Með harkalegri framgöngu sinni gáfu Kastljóssmenn mér tækifæri til að svara spurningum, sem fólk vildi fá svarað. Það er líka gott, að Jón Ólafsson fékk rúman tíma í Kastljósi. Hann kom rækilega upp um sjálfan sig þar og annars staðar, þar sem hann birtist til að kynna bók þeirra Einars Kárasonar. Jón Ólafsson hélt því til dæmis fram, að skattrannsóknastjóri hefði gumað af því ölvaður, að hann hefði fengið aukafjárveitingu frá Davíð Oddssyni fyrir að taka sig til rannsóknar. Bar Jón fyrir því endurskoðanda, sem hefði hringt í sig. En skattrannsóknastjóri hefur verið stakur bindindismaður í þrjátíu ár. Hann hafði aldrei hitt Davíð Oddsson, þegar rannsóknin hófst. Jón fullyrti líka, að Davíð Oddsson hefði sig á heilanum. Dæmi hans var, að Davíð hefði notað allan ræðutíma sinn í fimmtugsafmæli Þórarins Eldjárns til að úthúða sér. Nú hefur Þórarinn Eldjárn leiðrétt þetta. Í þrettán mínútna ræðu sinni minntist Davíð ekki einu orði á Jón Ólafsson Lundúnafara, heldur vitnaði á nokkrum sekúndum í ljóð Þórarins um Jón Ólafsson Indíafara. Bæði dæmin, sem Jón nefndi, um ölvunartal skattrannsóknastjóra og ræðuhöld Davíðs um Jón, eru í bók Einars Kárasonar, sem var raunar heimildarmaðurinn að sögunni um ræðuhöldin. Það blasir við, að annað hvort veit Einar Kárason ekki hver Jón Ólafsson Indíafari var, eða að hann hefur verið í því ástandi í afmæli Þórarins, sem Jón Ólafsson Lundúnafari segir að skattrannsóknastjóri sé jafnan í þegar hann gorti af aukafjárveitingum til sín. Jón Ólafsson sagði í sjónvarpinu frá því, að ég hefði hringt í sig og beðist vægðar. Þetta eru auðvitað líka órar. Ég hringdi í Jón að kvöldi 6. nóvember. Svo vel vildi til, að Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður var stödd hjá mér og hlustaði á mig tala við Jón, svo að fleiri eru til frásagnar en við Jón. Ég sagði Jóni, að sennilega vissi hann ekki, að ég hefði strax og lögmaður hans í Bretlandi hefði sent mér kvörtun vegna heimasíðu minnar, óskað eftir 3. júlí 2004 því við vefstjóra háskólans, að henni yrði lokað, en það hefði ekki verið gert af einhverri handvömm. Ég hefði ekki viljað troða illsakir við hann. Ég spurði Jón síðan, hvort við ættum ekki að láta deilur okkar niður falla. Hann var ekki reiðubúinn til þess. Einar Kárason hefur ekki vandað sig í þessari bók. Hann skrifar til dæmis upp eftir Jóni, að hann hafi aðeins verið sextán ára í lögregluyfirheyrslu vegna fíkniefnamisferlis sumarið 1972. Jón var þá átján ára. Í öðrum stað í bókinni er hlægilegt ósamræmi. Þeir Jón segja á bls. 454, að tilboð hafi borist í Norðurljós upp á 70 milljónir dala, sem hafi þá verið 7 milljarðar króna. Ellefu blaðsíðum aftar segir Jón frá því, að hann hafi reiknað sér ráðgjafagreiðslur frá Norðurljósum upp á 50 þúsund dali á mánuði, en það sé nú um 3 milljónir króna. Af hverju reikna þeir Einar og Jón dalinn á 100 kr. á öðrum staðnum, en 60 kr. á hinum? Fróðlegasta villan er ef til vill þegar Einar Kárason segir á bls. 154, að "Brennið þér vitar" sé eftir Davíð og Kaldalóns. Öll þjóðin veit, að lagið er úr Alþingishátíðarkantötu Páls Ísólfssonar. En Sigvaldi Kaldalóns var bróðir Eggerts Stefánssonar, sem var auðvitað fyrirmyndin að Garðari Hólm í Brekkukotsannál. Gúðmúnsen kaupmaður vildi setja slaufu á saltfiskinn, fá listamenn til að syngja sér lof. Faðir hans, Jón gamli, hafði hagnast á brennivínssölu. Þeir tóku í þjónustu sína Garðar Hólm, sem söng hinn óhreina tón.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun