Er Reykjavík framtíðarinnar langt undan? 23. nóvember 2005 06:00 Skipulagsmál í Reykjavík hafa góðu heilli verið mönnum hugleikin undanfarnar vikur og mánuði. Sérstaklega hafa fulltrúar stóru flokkanna í borginni verið iðnir við að spila út hugmyndum um hvernig Reykjavík framtíðarinnar gæti litið út. Þetta er mikið fagnaðarefni því breytingar á gömlum hverfum og bygging nýrra þarf að ræða og velta fyrir sér á alla kanta áður en óhætt er að taka fyrstu skóflustunguna. Sjálfstæðismenn riðu á vaðið í vor með frísklegum en þó ansi útópískum tillögum um byggð á landfyllingum og í eyjunum úti fyrir strönd borgarinnar. Þótt litlar líkur séu á að þær hugmyndir komist á koppinn næstu áratugina, eins og foringi flokksins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur látið hafa eftir sér, var þetta smart og viðbrögð borgarbúa sýndu að ekki skortir áhuga á framtíðarsýn höfuðborgarinnar af þeirra hálfu. Þessu virðist formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans sáluga, hafa gert sér grein fyrir en á því rúma ári sem hann hefur gegnt starfinu hefur hann gengið óvenju hraustlega til verka. Nýjasta afrek Dags er að fá Íslenska aðalverktaka til að bjóðast til að stranda straum af kostnaði við að leggja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut til Grensásvegar gegn því að fá að byggja á lóðunum sem þar með myndast ofanjarðar. Þetta er gömul flott hugmynd, sem leit út fyrir að yrði aldrei meira en það, þar til þetta tilboð ÍAV kom fram í vikubyrjun. Tilboðið á eftir að fá efnislega meðhöndlun í borgarkerfinu og er ekki ástæða til annars en að ætla að fulltrúar allra flokka veiti því brautargengi, enda mál sem tæplega reynir á flokkslínur. Þá er líka full ástæða til að hrósa því frumkvæði Dags að ná saman helstu hagsmunaraðilum á flugvallarsvæðinu í nefnd sem skoðar möguleika sem eru í boði um framtíð vallarins. Nefndin boðaði á dögunum að hún myndi flýta störfum sínum og kynna tillögur strax næsta sumar, eða innan við ári eftir að hún var sett á laggirnar. Verra mál er hins vegar deiluskipulagið sem var samþykkt árið 2003 fyrir Valssvæðið. Þar er gert ráð fyrir svipuðum blokkum og eru nú við Eskihlíð, upp á fimm hæðir með stórum görðum á milli, í bland við álíka stór skrifstofuhús, eða nokkurs konar framhald af núverandi byggð við Eskihlíð og Skógarhlíð. Í tillögunum er gert ráð fyrir að ryðja þurfi upp verulegum hljóðmönum og gróðurbeltum vegna nálægðar við umferð. Þetta er sem sagt skipulag sem á lítið skylt við þá framtíðarsýn að í Vatnsmýrinni geti risið þéttbýlt hverfi sem er frekar í ætt við Þingholtin með sínum húsalengjum, götum og strætum en úthverfaskipulagið sem er ráðandi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Valsmenn og borgaryfirvöld ræða nú möguleika á að endurskoða þetta skipulag frá grunni með það fyrir augum að það gefi tóninn fyrir það sem koma skal þegar flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni. Vonandi næst saman í þeim viðræðum, svo glórulaust er núverandi skipulag svæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun
Skipulagsmál í Reykjavík hafa góðu heilli verið mönnum hugleikin undanfarnar vikur og mánuði. Sérstaklega hafa fulltrúar stóru flokkanna í borginni verið iðnir við að spila út hugmyndum um hvernig Reykjavík framtíðarinnar gæti litið út. Þetta er mikið fagnaðarefni því breytingar á gömlum hverfum og bygging nýrra þarf að ræða og velta fyrir sér á alla kanta áður en óhætt er að taka fyrstu skóflustunguna. Sjálfstæðismenn riðu á vaðið í vor með frísklegum en þó ansi útópískum tillögum um byggð á landfyllingum og í eyjunum úti fyrir strönd borgarinnar. Þótt litlar líkur séu á að þær hugmyndir komist á koppinn næstu áratugina, eins og foringi flokksins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur látið hafa eftir sér, var þetta smart og viðbrögð borgarbúa sýndu að ekki skortir áhuga á framtíðarsýn höfuðborgarinnar af þeirra hálfu. Þessu virðist formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi R-listans sáluga, hafa gert sér grein fyrir en á því rúma ári sem hann hefur gegnt starfinu hefur hann gengið óvenju hraustlega til verka. Nýjasta afrek Dags er að fá Íslenska aðalverktaka til að bjóðast til að stranda straum af kostnaði við að leggja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut til Grensásvegar gegn því að fá að byggja á lóðunum sem þar með myndast ofanjarðar. Þetta er gömul flott hugmynd, sem leit út fyrir að yrði aldrei meira en það, þar til þetta tilboð ÍAV kom fram í vikubyrjun. Tilboðið á eftir að fá efnislega meðhöndlun í borgarkerfinu og er ekki ástæða til annars en að ætla að fulltrúar allra flokka veiti því brautargengi, enda mál sem tæplega reynir á flokkslínur. Þá er líka full ástæða til að hrósa því frumkvæði Dags að ná saman helstu hagsmunaraðilum á flugvallarsvæðinu í nefnd sem skoðar möguleika sem eru í boði um framtíð vallarins. Nefndin boðaði á dögunum að hún myndi flýta störfum sínum og kynna tillögur strax næsta sumar, eða innan við ári eftir að hún var sett á laggirnar. Verra mál er hins vegar deiluskipulagið sem var samþykkt árið 2003 fyrir Valssvæðið. Þar er gert ráð fyrir svipuðum blokkum og eru nú við Eskihlíð, upp á fimm hæðir með stórum görðum á milli, í bland við álíka stór skrifstofuhús, eða nokkurs konar framhald af núverandi byggð við Eskihlíð og Skógarhlíð. Í tillögunum er gert ráð fyrir að ryðja þurfi upp verulegum hljóðmönum og gróðurbeltum vegna nálægðar við umferð. Þetta er sem sagt skipulag sem á lítið skylt við þá framtíðarsýn að í Vatnsmýrinni geti risið þéttbýlt hverfi sem er frekar í ætt við Þingholtin með sínum húsalengjum, götum og strætum en úthverfaskipulagið sem er ráðandi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Valsmenn og borgaryfirvöld ræða nú möguleika á að endurskoða þetta skipulag frá grunni með það fyrir augum að það gefi tóninn fyrir það sem koma skal þegar flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni. Vonandi næst saman í þeim viðræðum, svo glórulaust er núverandi skipulag svæðisins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun