Innlent

Staðnað form brotið upp

Á fundi í kópavogi. Árni Mathiesen, ráð­herra og fyrsti þingmaður Suðvestur­kjördæmis, talar við þingmenn, sveitar­stjórnarmenn og vegamálastjóra.
Á fundi í kópavogi. Árni Mathiesen, ráð­herra og fyrsti þingmaður Suðvestur­kjördæmis, talar við þingmenn, sveitar­stjórnarmenn og vegamálastjóra.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis, segist ekkert hafa vitað um óánægju sveitarstjórnarmanna með breytt fyrirkomulag á árvissum fundi þingmanna kjördæmisins með þeim í kjördæmaviku. Í gær kom fram að sumir hugðust sniðganga fund með þingmönnunum sem haldinn var í Kópavogi.

"Ég er búinn að skipuleggja þessa fundi með þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum í fjórtán ár og greinilegt að það hefur tekist afskaplega vel fyrst menn vilja alls ekki að þeir falli niður," segir Árni og telur óánægjuraddir sem heyrðust meðal sveitarstjórnarmanna því vera sem mesta hrós. Árni sagði fundinn í gær hafa verið ágætan, en á honum hafi verið farið yfir vegamál, heilbrigðismál og málefni fatlaðra og stefni hann því að svipuðum fundi að ári. Nýbreytin er að fulltrúar ráðuneyta og stofnana sitji fundi með þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum. Í framhaldinu bjóst hann við að þingmenn myndu funda með hverri sveitarstjórn fyrir sig og búa þá að gagnlegum umræðum frá því í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×