Mugison á langbestu plötu ársins 30. desember 2004 00:01 Tónlistarmaðurinn Mugison á langbestu plötu ársins. Í árlegri könnun DV meðal tónlistarsérfræðinga landsins fær plata hans, Mugimama (is this Monkeymusic?) næstum því þrisvar sinnum fleiri stig en plata Bjarkar Guðmundsdóttur. Sjálfur segir Mugison að þessi niðurstaða sé gott klapp á bakið. "Það er mjög jákvætt að fá svona viðurkenningar þegar maður hefur verið í tvö ár að vinna hörðum höndum að þessari músík. Þetta er mjög gott og fallegt klapp á bakið, ég er ótrúlega þakklátur, alveg satt," segir Örn Elías Guðmundsson í viðtali við DV í dag. DV birtir í dag útkomu úr könnun á meðal 18 sérfræðinga um tónlist sem völdu hver fimm bestu plötur ársins. Plata Mugisons var á öllum listunum nema einum, og jafnan í fyrsta eða öðru sæti. Meiri keppni var um valið á erlendu plötunum. Þar sigraði plata The Streets, A Grand Dont Come For Free. Ítarleg umfjöllun er um bestu plötur ársins í DV í dag. Þar er einnig upprifjun á tónlistarárinu 2004. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison á langbestu plötu ársins. Í árlegri könnun DV meðal tónlistarsérfræðinga landsins fær plata hans, Mugimama (is this Monkeymusic?) næstum því þrisvar sinnum fleiri stig en plata Bjarkar Guðmundsdóttur. Sjálfur segir Mugison að þessi niðurstaða sé gott klapp á bakið. "Það er mjög jákvætt að fá svona viðurkenningar þegar maður hefur verið í tvö ár að vinna hörðum höndum að þessari músík. Þetta er mjög gott og fallegt klapp á bakið, ég er ótrúlega þakklátur, alveg satt," segir Örn Elías Guðmundsson í viðtali við DV í dag. DV birtir í dag útkomu úr könnun á meðal 18 sérfræðinga um tónlist sem völdu hver fimm bestu plötur ársins. Plata Mugisons var á öllum listunum nema einum, og jafnan í fyrsta eða öðru sæti. Meiri keppni var um valið á erlendu plötunum. Þar sigraði plata The Streets, A Grand Dont Come For Free. Ítarleg umfjöllun er um bestu plötur ársins í DV í dag. Þar er einnig upprifjun á tónlistarárinu 2004.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira