Valda ekki flóðbylgjum hér 27. desember 2004 00:01 Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira