Mannskaði vegna flóðbylgja 26. desember 2004 00:01 Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. 26. desember 2004. Öflugasti jarðskjálfti síðustu 40 ára kemur af stað flóðbylgjum sem fara yfir þúsundir kílómetra og bresta á ströndum að minnsta kosti fimm Asíuríkja. Yfir 10 þúsund létu lífið og meira en milljón varð fyrir skakkaföllum. 17. júlí 1998. Jarðskjálfti sem reið yfir út af norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu gat af sér flóðbylgju sem drap um 2.000 manns og skildi þúsundir til viðbótar eftir heimilislaus. 16. ágúst 1976. Flóðbylgja varð yfir 5.000 manns að bana í Moro flóa svæðinu við Filippseyjar. 28. mars 1964. Jarðskjálfti sem reið yfir á föstudaginn langa í Alaska gat af sér flóðbylgju sem setti bróðurpart strandlengjunnar í Alaska í kaf og lagði þrjú þorp í rúst. Í Alaska varð flóðið 107 manns að bana, fjórum í Oregon í Bandaríkjunum og 11 í Kaliforníu, þegar flóðið streymdi niður Vesturströnd Bandaríkjanna. 22. maí 1960. Flóðbylgja sem sögð var hafa náð allt að 11 metra hæð drap um 1.000 manns í Chile og olli skemmdum á Hawaii, þar sem 61 fórst, auk Filippseyja, Okinawa og í Japan þegar hún flæddi yfir Kyrrahaf. 1. apríl 1946. Jarðskjálfti í Alaska býr til flóðbylgju sem varð fimm að bana þegar viti eyðilagðist við North Cape. Nokkrum klukkustundum síðar náði bylgjan ströndum Hilo á Hawaii þar sem 159 fórust og tugmilljónatjón varð. 31. janúar 1906. Ógnarmikill neðansjávarskjálfti setti í kaf hluta borgarinnar Tumaco í Kólumbíu og skolaði burt nær hverju húsi á ströndinni milli Rioverde í Ekvador og Micay í Kólumbíu. Talið er að á milli 500 og 1.500 hafi látist. 17. desember 1896. Flóðbylgja hrífur með sér hluta strandarinnar og aðalgötunnar í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 15. júní 1896. Sanriku flóðbylgjan ríður fyrirvaralaust yfir Japan. Flóðbylgjan sem talið er að hafi verið yfir 23 metrar á hæð skall á hópi fólks sem safnast hafði saman á trúarhátíð þannig að meira en 26.000 létust. 27. ágúst 1883. Sprengigosið í eldfjallinu Krakatau getur af sér gríðarmikla bylgju sem flæðir yfir strendur Jövu og Súmötru og verður um 36.000 manns að bana. 1. nóvember 1775. Stóri jarðskjálftinn í Lissabon býr til 6 metra háa flóðbylgju sem ríður yfir strendur Portúgals, Spánar og Marokkó. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. 26. desember 2004. Öflugasti jarðskjálfti síðustu 40 ára kemur af stað flóðbylgjum sem fara yfir þúsundir kílómetra og bresta á ströndum að minnsta kosti fimm Asíuríkja. Yfir 10 þúsund létu lífið og meira en milljón varð fyrir skakkaföllum. 17. júlí 1998. Jarðskjálfti sem reið yfir út af norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu gat af sér flóðbylgju sem drap um 2.000 manns og skildi þúsundir til viðbótar eftir heimilislaus. 16. ágúst 1976. Flóðbylgja varð yfir 5.000 manns að bana í Moro flóa svæðinu við Filippseyjar. 28. mars 1964. Jarðskjálfti sem reið yfir á föstudaginn langa í Alaska gat af sér flóðbylgju sem setti bróðurpart strandlengjunnar í Alaska í kaf og lagði þrjú þorp í rúst. Í Alaska varð flóðið 107 manns að bana, fjórum í Oregon í Bandaríkjunum og 11 í Kaliforníu, þegar flóðið streymdi niður Vesturströnd Bandaríkjanna. 22. maí 1960. Flóðbylgja sem sögð var hafa náð allt að 11 metra hæð drap um 1.000 manns í Chile og olli skemmdum á Hawaii, þar sem 61 fórst, auk Filippseyja, Okinawa og í Japan þegar hún flæddi yfir Kyrrahaf. 1. apríl 1946. Jarðskjálfti í Alaska býr til flóðbylgju sem varð fimm að bana þegar viti eyðilagðist við North Cape. Nokkrum klukkustundum síðar náði bylgjan ströndum Hilo á Hawaii þar sem 159 fórust og tugmilljónatjón varð. 31. janúar 1906. Ógnarmikill neðansjávarskjálfti setti í kaf hluta borgarinnar Tumaco í Kólumbíu og skolaði burt nær hverju húsi á ströndinni milli Rioverde í Ekvador og Micay í Kólumbíu. Talið er að á milli 500 og 1.500 hafi látist. 17. desember 1896. Flóðbylgja hrífur með sér hluta strandarinnar og aðalgötunnar í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 15. júní 1896. Sanriku flóðbylgjan ríður fyrirvaralaust yfir Japan. Flóðbylgjan sem talið er að hafi verið yfir 23 metrar á hæð skall á hópi fólks sem safnast hafði saman á trúarhátíð þannig að meira en 26.000 létust. 27. ágúst 1883. Sprengigosið í eldfjallinu Krakatau getur af sér gríðarmikla bylgju sem flæðir yfir strendur Jövu og Súmötru og verður um 36.000 manns að bana. 1. nóvember 1775. Stóri jarðskjálftinn í Lissabon býr til 6 metra háa flóðbylgju sem ríður yfir strendur Portúgals, Spánar og Marokkó.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira