Glæpavettvangurinn heimsóttur 23. desember 2004 00:01 Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári. Bókmenntir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári.
Bókmenntir Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira