Farsælla að bjóða fram sér 22. desember 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira