Útgerðin krefur olíufélögin bóta 22. desember 2004 00:01 Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira