Hamborgarhryggur í hverjum poka 22. desember 2004 00:01 Andri Teitsson, Jón Oddgeir Guðmundsson og Ingvar Már Gíslason. Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína. Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Tæplega hundrað íslenskir jólabjórar mættir til leiks Jól
Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, og Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segja að með þessum gjöfum vilji KEA og Norðlenska létta undir með því fólki sem þurfi á aðstoð að halda fyrir jólin. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálparstofnunar og þetta framlag KEA og Norðlenska komi því sannarlega í góðar þarfir. Segir hann að um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir aðstoð frá Hjálparstofnun og til viðbótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi og bjóða fram aðstoð sína.
Jól Eyjafjarðarsveit Norðurþing Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Jól Tæplega hundrað íslenskir jólabjórar mættir til leiks Jól