Blásið á brot gegn viðskiptabanni 21. desember 2004 00:01 Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Ólíklegt er að mál Bobbys Fischers geti til lengri tíma truflað samskipti Íslands, Japans og Bandaríkjanna að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Ekki er óeðlilegt að lönd takist á um ákveðin mál, en vinni um leið saman á öðrum sviðum," segir hann og telur fyllilega eðlilegt að Bandaríkin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við íslensk stjórnvöld og upplýsi um stöðu mála í stjórnkerfinu þar. "En stjórnvöld, hvort sem er í Japan eða á Íslandi, þurfa líka að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir," segir hann og telur utanríkisráðherra hafa stigið skref sem sýni að stjórnvöld ætli ekki að láta Bandaríkjamenn segja sér fyrir verkum. Baldur gagnrýnir hins vegar að gleymst hafi meginforsenda málsins sem sé brot gegn viðskiptabanni á Júgóslavíu árið 1992 og telur að stjórnvöld hefðu átt að ígrunda málið betur og horfa á það í alþjóðlegu samhengi. "Viðskiptabanninu var komið á vegna ógnarstjórnar sem reynt var að stöðva með öllum tiltækum ráðum og ankannalegt af skáksambandinu og stjórnvöldum að blása bara á það í dag." Þá segir Baldur boð stjórnvalda til handa Fischer einkennilegt, með tilliti til þess að þau hafi áður verið treg til að veita fólki pólitískt hæli og dvalarleyfi. "Við höfum í raun verið allt of treg til þess og sýnt óttalega þvermóðsku hvað það varðar að aðstoða fólk sem hingað hefur leitað í neyð sinni." Masako Suzuki lögmaður skákmeistarans Bobbys Fischers gerir aðra tilraun í dag til að funda með japönskum yfirvöldum og ræða mögulega lausn hans úr haldi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, kom í ljós á fundi í gær að gögn vegna Fischers höfðu verið flutt í japanska utanríkisráðuneytið. Hann segir lögmanninn þeirrar skoðunar að yfirvöld ytra reyni að tefja málið og draga, hvort sem það væri að beiðni Bandaríkjamanna eða af öðrum sökum. "Alla vega er málið orðið það stórt að það hefur verið flutt á hendur ráðuneytisins," segir Sæmundur og er nokkuð vonsvikinn yfir því hve hægt þokast. Hann sagði vonir hafa staðið til að hægt yrði að fljúga utan fyrir hádegi í gær. "Það virðist vera að klukkan gangi hægar þarna en annars staðar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira