Innpökkun er einstök list 20. desember 2004 00:01 Sumum gengur illa að pakka inn gjöfum svo vel fari og finnst þeir vera með tíu þumalputta. Ekki bætir úr skák þegar endinn á glæra límbandinu er týndur og maður verður að liggja ofan á pakkanum meðan hann er krafsaður upp. Kolbrún Karlsdóttir hefur ráð undir hverju rifi þegar kemur að innpökkun og þarf ekki einu sinni á límbandi að halda frekar en hún vill því hún læsir pappírnum þannig utan um pakkann að hann helst í skorðum. Hér sjáum við hvernig hún fer að. Kolbrún lætur brúnir pappírsins mætast yfir miðjum pakkanum og leggur hann tvöfaldan út að annarri hliðinni.Því næst brýtur hún eitt brot upp á pappírinn áleiðis inn að miðju.Aftur er brotið og nú þannig að miðjan á pakkanum verði undir miðjum renningnum.Þegar búið er að pressa renninginn létt niður helst hann í skorðum og þá er bara eftir að ganga frá endunum. Þá fyrst kemur límbandið til sögunnar eða bara borðar. Jól Mest lesið Lax í jólaskapi Jólin Ég er algjört jólabarn Jól Íslensku dívurnar - Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Aðventustund í eldhúsinu Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Frá ljósanna hásal Jól Engin aðventa Jólin
Sumum gengur illa að pakka inn gjöfum svo vel fari og finnst þeir vera með tíu þumalputta. Ekki bætir úr skák þegar endinn á glæra límbandinu er týndur og maður verður að liggja ofan á pakkanum meðan hann er krafsaður upp. Kolbrún Karlsdóttir hefur ráð undir hverju rifi þegar kemur að innpökkun og þarf ekki einu sinni á límbandi að halda frekar en hún vill því hún læsir pappírnum þannig utan um pakkann að hann helst í skorðum. Hér sjáum við hvernig hún fer að. Kolbrún lætur brúnir pappírsins mætast yfir miðjum pakkanum og leggur hann tvöfaldan út að annarri hliðinni.Því næst brýtur hún eitt brot upp á pappírinn áleiðis inn að miðju.Aftur er brotið og nú þannig að miðjan á pakkanum verði undir miðjum renningnum.Þegar búið er að pressa renninginn létt niður helst hann í skorðum og þá er bara eftir að ganga frá endunum. Þá fyrst kemur límbandið til sögunnar eða bara borðar.
Jól Mest lesið Lax í jólaskapi Jólin Ég er algjört jólabarn Jól Íslensku dívurnar - Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Aðventustund í eldhúsinu Jól Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Jólamatur frá Miðjarðarhafinu Jól Frá ljósanna hásal Jól Engin aðventa Jólin