Reykjanesbrautin ekki breikkuð? 17. desember 2004 00:01 Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira