Fischer ekki eini vitleysingurinn 17. desember 2004 00:01 Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira