Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers 17. desember 2004 00:01 Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið." Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira