Mannúðarástæður réðu för 16. desember 2004 00:01 Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira