Innlent

Selur á 160 milljónir og leigir

Reykjavíkurborg hefur selt fyrirtækinu Stoðum sýningarskála í kjallara hótels við Aðalgötu sem fyrirtækið byggir fyrir 160 milljónir króna. Borgin leigir kjallarann fyrir tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði næstu 25 árin. Samningar um viðskiptin voru undirritaðir í hálfkláruðu hóteli fyrirækisins við Aðalgötu í gær. Í kjallara hússins leynast fornminjar og verður sýning um fyrstu byggð í Reykjavík sett þar upp. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir rekstur og umsjón sýningarinnar og rústarinnar verða í höndum Reykjavíkurborgar. "Fjármuni sem við fáum fyrir söluna munum við nota til að setja upp sýningu og reka safnið árlega." Jónas Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir helsta kost þess að fyrirtækið kaupi kjallara hótelsins þann að viðhald og umsýsla hússins verði auðveldari. Í sölusamningnum er forkaupsréttur borgarinnar tryggður og hvor aðili fyrir sig getur krafist fimm ára framlengingar leigusamningsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×