Landbúnaðarráðuneytið kært 9. desember 2004 00:01 Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar yfirdýralæknis um að skera niður á þriðja þúsund kinda í Biskupstungum. Þar hefur greinst riðuveiki. Guðbrandur Jónsson, verkefnastjóri í Saurbæ-biogas, segir riðuveiki ekki smitsjúkdóm. Embætti yfirdýralæknis hafi aldrei rannsakað fjárhús þar sem riðuveiki hafi komið upp: "Í stjórnsýslukærunni krefst ég þess að heilbrigð dýr verði ekki drepin heldur einungis þau sem séu sannarlega veik." Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis, segir af og frá að fjárhús, þar sem upp hafi komið riðuveiki hafi ekki verið rannsökuð. Hvort einstaka umhverfisþættir hafi verið skoðaðir þekki hann ekki. "Það er almennt viðurkennt meðal vísindamanna að riða sé einn af prion-smitsjúkdómunum," segir Sigurður: "Að gastegund sé einhver einn orsakavaldur hef ég engan heyrt tala um nema Guðbrand." Guðbrandur stundaði rannsóknir í Árgerði í Skagafirði. Hann segist einnig hafa fylgst með bæjunum þar sem riðuveikin greindist í Biskupstungunum. "Mikil gasmyndun var í fjárhúsinu í Árgerði og á átta mánaða tímabili samsvarar hún því að dýrin byggju á um 4.500 metrum yfir sjávarmáli," segir Guðbrandur. Það geti valdið því að mikill þrýstingsmunur myndist þegar dýrunum sé hleypt út að loknum vetri. Loft fari inn í blóðrás dýranna og upp í heila þeirra. Líkja megi veikindum dýranna við kafaraveiki, það sé þegar kafari fari of hratt frá meiri þrýstingi í minni og loft komist í blóðið. Í tilfelli kindanna komi þær úr minni þrýstingi í meiri. Frekari rannsókna sé þörf áður en féð sé skorið. Arnheiður Þórðardóttir, bóndi í Gýgjarhólskoti I í Biskupstungum þar sem öllu fé var slátrað 9. nóvember, segir að ein kind hafi greinst með óþekkt afbrigði af riðuveiki. Öllum stofni bæjarins, 370 kindum, hafi verið slátrað. Auk lamba teljist 900 fjár. Rannsóknir standi yfir. Kindur annarra bæja hafi enn ekki verið skornar niður eins og til standi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira