Erlent

Blair vill ekki rannsókn í Írak

MYND/REUTERS
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að hann setji á fót óháða rannsókn á því hve margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Írak síðan ráðist var inn í landið. Hópur fyrrverandi sendiherra, fræðimanna, auk biskups og herforingja sendu Blair í dag áskorun þess efnis að hann setti slíka rannsókn af stað. Blair segir hins vegar réttast að heilbrigðismálaráðuneyti Íraks sjái um slíka rannsókn. Tölur um fall óbreyttra borgara hafa hingað til verið á reiki og verið allt frá tæplega fjögur þúsund manns, að mati stjórnvalda í Bretlandi, upp í eitt hundrað þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×