Trúir á hagvöxt til 2010 6. desember 2004 00:01 Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira