Kröfur um frestun kosninga aukast 5. desember 2004 00:01 Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira