Jólasveinn í stígvéli 3. desember 2004 00:01 Anna Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður fer ekki í launkofa með dálæti sitt á góðum siðum tengdum jólahátíðinni og segir forláta jólasvein, sem kemur úr smiðju foreldra hennar, alltaf gleðigjafa og í raun tákngerving hátíðar á hennar heimili. "Þessi jólasveinn er nú ekkert rosalega lítill. Hann er 40 - 50 cm á hæð og svolítið eins og dúkka, en foreldrar mínir bjuggu þennan svein til í sameiningu, stuttu eftir að þau giftu sig." Allt hófst ævintýrið með ferðalagi í kaupfélagið, þar sem sælgætisstígvél voru seld fyrir jólin. "Nú þarna fengu þau hugmyndina, við sölurekkann, þar sem svört barnastígvél úr pappamassa voru til sölu. Stígvélin voru full af gotteríi og í stað þess að kaupa eitt stígvél, tóku þau einfaldlega tvö og sömdu heilan jólasvein ofan í stígvélin. Faðir minn mótaði höfuðið sjálfur úr leir og steypti það síðan úr gifsi en móðir mín saumaði rauðu fötin, sem eru úr forláta flaueli. Þetta gerðu þau fyrir hálfri öld og sveinninn hefur fylgt fjölskyldunni allar götur frá fæðingu og dúkkar alltaf upp í sófanum, svona rétt fyrir jólin." Þótt sveinninn sé farinn að láta á sjá segir Anna hann mikinn uppáhaldsgrip, enda heilar kynslóðir hennar fjölskyldu kunnugar sveininum góða. "Þessum sveini er alltaf stillt upp fyrir jól og situr í heiðurssæti í sófanum. Hann geymir þó ekki pakkana heldur fylgist fremur með því sem fer fram á aðfangadagskvöld. Og vissulega verður hann hluti af jólaboðinu í ár." Jól Mest lesið Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Með exi yfir Rúdolf í baði Jólin Kjörin jólagjöf gegn valkvíða - myndir Jólin Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Gyðingakökur Jól Hin fyrstu jól Jól Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Kertin á aðventukransinum Jól Geir Ólafs kennir jólasveinum að syngja Jól
Anna Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður fer ekki í launkofa með dálæti sitt á góðum siðum tengdum jólahátíðinni og segir forláta jólasvein, sem kemur úr smiðju foreldra hennar, alltaf gleðigjafa og í raun tákngerving hátíðar á hennar heimili. "Þessi jólasveinn er nú ekkert rosalega lítill. Hann er 40 - 50 cm á hæð og svolítið eins og dúkka, en foreldrar mínir bjuggu þennan svein til í sameiningu, stuttu eftir að þau giftu sig." Allt hófst ævintýrið með ferðalagi í kaupfélagið, þar sem sælgætisstígvél voru seld fyrir jólin. "Nú þarna fengu þau hugmyndina, við sölurekkann, þar sem svört barnastígvél úr pappamassa voru til sölu. Stígvélin voru full af gotteríi og í stað þess að kaupa eitt stígvél, tóku þau einfaldlega tvö og sömdu heilan jólasvein ofan í stígvélin. Faðir minn mótaði höfuðið sjálfur úr leir og steypti það síðan úr gifsi en móðir mín saumaði rauðu fötin, sem eru úr forláta flaueli. Þetta gerðu þau fyrir hálfri öld og sveinninn hefur fylgt fjölskyldunni allar götur frá fæðingu og dúkkar alltaf upp í sófanum, svona rétt fyrir jólin." Þótt sveinninn sé farinn að láta á sjá segir Anna hann mikinn uppáhaldsgrip, enda heilar kynslóðir hennar fjölskyldu kunnugar sveininum góða. "Þessum sveini er alltaf stillt upp fyrir jól og situr í heiðurssæti í sófanum. Hann geymir þó ekki pakkana heldur fylgist fremur með því sem fer fram á aðfangadagskvöld. Og vissulega verður hann hluti af jólaboðinu í ár."
Jól Mest lesið Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Með exi yfir Rúdolf í baði Jólin Kjörin jólagjöf gegn valkvíða - myndir Jólin Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Gyðingakökur Jól Hin fyrstu jól Jól Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Kertin á aðventukransinum Jól Geir Ólafs kennir jólasveinum að syngja Jól