200 milljóna niðurskurður 2. desember 2004 00:01 Grípa þarf til niðurskurðar í rekstri Hafnarfjarðarbæjar til að mæta kjarasamningi kennara, segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Hann, ásamt Einari Njálssyni bæjarstjóra Árborgar, áréttar að tekjustofnar sveitarfélaganna séu veikir. Lúðvík segir útgjöld Hafnarfjarðarbæjar aukast veruleg vegna komandi kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Samningur kennara auki kostnað bæjarins til dæmis í kringum 190 milljónir króna á næsta ári. "Við erum að fara með fjárhagsáætlun í síðari umræðu í næstu viku. Það er ljóst að við verðum að grípa til ráðstafana núna fyrir seinni umræðu til að mæta þessum kostnaðarauka," segir Lúðvík. Allt sé til skoðunar í þeim efnum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvar herða þurfi ólina: "Ég veit að menn eru að glíma við sama vanda hér allt í kringum landið." Einar Njálsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið Árborg þurfa að grípa verði til aðgerða vegna almennra kostnaðarþróunar en ekki sérstaklega vegna kjarasamninga grunnskólakennara. Þeir séu aðeins þriðjungur starfsmanna sveitarfélagins og eftir sé að semja við aðra starfsmenn þess. Einar segir sveitarstjórnarmenn bíða eftir niðurstöðu tekjustofanefndar sem standi í viðræðum við ríkið. Viðræður hafi miðað hægt sem séu vonbrigði. Skriður virðist kominn á störf nefndarinnar og sveitarstjórnarmenn vænti niðurstöðu eftir um tveggja mánaða skeið. Lúðvík segir spurður að fjárhagsmál Hafnarfjarðar hafi verið til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rétt eins og annarra sveitarfélaga. Það hafi rétt eins og 70 prósent sveitarfélaga eytt um efni fram á síðasta ári. Niðurstaða ársreikninga verði í nokkuð góðu jafnvægi á þessu ári. "Við höfum líka verið í mikilli hagræðingu og sparnaði. Það er ekki um annað að ræða en að halda sjó í þessari stöðu," segir Lúðvík. Sveitarfélögin geti ekki rekið þjónustu við íbúa nema að rekstrargrundvöllur þeirra verði tryggður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Sjá meira
Grípa þarf til niðurskurðar í rekstri Hafnarfjarðarbæjar til að mæta kjarasamningi kennara, segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Hann, ásamt Einari Njálssyni bæjarstjóra Árborgar, áréttar að tekjustofnar sveitarfélaganna séu veikir. Lúðvík segir útgjöld Hafnarfjarðarbæjar aukast veruleg vegna komandi kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Samningur kennara auki kostnað bæjarins til dæmis í kringum 190 milljónir króna á næsta ári. "Við erum að fara með fjárhagsáætlun í síðari umræðu í næstu viku. Það er ljóst að við verðum að grípa til ráðstafana núna fyrir seinni umræðu til að mæta þessum kostnaðarauka," segir Lúðvík. Allt sé til skoðunar í þeim efnum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvar herða þurfi ólina: "Ég veit að menn eru að glíma við sama vanda hér allt í kringum landið." Einar Njálsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið Árborg þurfa að grípa verði til aðgerða vegna almennra kostnaðarþróunar en ekki sérstaklega vegna kjarasamninga grunnskólakennara. Þeir séu aðeins þriðjungur starfsmanna sveitarfélagins og eftir sé að semja við aðra starfsmenn þess. Einar segir sveitarstjórnarmenn bíða eftir niðurstöðu tekjustofanefndar sem standi í viðræðum við ríkið. Viðræður hafi miðað hægt sem séu vonbrigði. Skriður virðist kominn á störf nefndarinnar og sveitarstjórnarmenn vænti niðurstöðu eftir um tveggja mánaða skeið. Lúðvík segir spurður að fjárhagsmál Hafnarfjarðar hafi verið til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rétt eins og annarra sveitarfélaga. Það hafi rétt eins og 70 prósent sveitarfélaga eytt um efni fram á síðasta ári. Niðurstaða ársreikninga verði í nokkuð góðu jafnvægi á þessu ári. "Við höfum líka verið í mikilli hagræðingu og sparnaði. Það er ekki um annað að ræða en að halda sjó í þessari stöðu," segir Lúðvík. Sveitarfélögin geti ekki rekið þjónustu við íbúa nema að rekstrargrundvöllur þeirra verði tryggður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Sjá meira