Segja stórfé borgað með Línu.neti 30. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður Sjálfstæðismanna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: "Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin." Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: "Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur viðskipti til 25 ára." Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveitan yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljósleiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orkuveitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: "Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskiptalegum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arðsemi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við." Guðlaugur Þór Þórðarson segir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: "Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili." Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyrir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljónum og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður Sjálfstæðismanna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: "Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin." Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: "Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur viðskipti til 25 ára." Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveitan yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljósleiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orkuveitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: "Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskiptalegum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arðsemi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við." Guðlaugur Þór Þórðarson segir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: "Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili." Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyrir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljónum og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira