Sítrónur, kerti, sykur og te 30. nóvember 2004 00:01 "Þetta voru mjög heillandi jól og ég fékk mikið út úr þeim. Ég var að vinna með skemmtilegu fólki sem var tilbúið til að láta eitthvað gott af sér leiða þannig að við ákváðum að reyna að gera jólin svolítið sérstök fyrir sjúklingana okkar, fangana í fangelsinu. Við fórum út og keyptum sjálf te, sykur, sítrónur og kerti. Það var ekki mikið annað að hafa þarna. Svo sat ég heilan dag á gólfinu í vörugeymslunni og pakkaði þessu inn í sellófan, þó hamingjan megi vita hvar ég fékk svoleiðis í Bakú á þessum tíma því það var ekkert til. Þetta var auðvitað ekki síður fyrir mig gert en aðra því mér fannst þetta svo skemmtilegt. Svo fórum við með þetta til fanganna á okkar deildum og allir fengu sinn pakka. Það var alveg ofsalega gaman. Þegar við komum til vinnu daginn eftir sáum við að borð höfðu verið dregin fram, kveikt á kertum og gerð svolítil jólastemming, hvort sem menn voru kristinnar trúar eða einhverrar annarrar," segir Hjördís sem hefur starfað fyrir Rauða Krossinn frá árinu 1997. En hvernig skyldi Hjördís hafa eytt jólunum sjálf? "Ég bjó mér til jól. Ég hafði fengið villta fugla og lét sem þeir væru rjúpur og eldaði þá þannig. Ég kom út til Bakú í lok júlí og deildi íbúð með manni frá Líbanon sem eldaði alltaf voða góðan mat þannig að ég eldaði auðvitað aldrei. Svo hann varð heldur betur hissa þegar ég tók mig til og eldaði dýrindis jólamat því hann var sannfærður um að ég kynni ekkert að elda. Ég hef aldrei fengið eins margar jólagjafir sendar frá Íslandi og þessi jól, fékk til dæmis níu bækur frá vinum og vandamönnum. Ég saknaði fjölskyldunnar minnar en þessi jól voru samt ótrúlega jólaleg, þrátt fyrir allt." Um jólin núna verður Hjördís heima á Íslandi og í fyrsta skipti lengi getur hún tekið þátt í jólaundirbúningnum. "Mér finnst aðventan svo frábær tími og ég hlakka til að eyða henni með fjölskyldunni minni, á tónleikum, kaffihúsum og Laugaveginum. Svo á ég nýtt jólabarnabarn sem gerir þetta allt enn skemmtilegra." Jól Mest lesið Syng barnahjörð Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin Jólaboð Afa árið 1988 Jól Söng í hippakommúnu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Safnar kærleikskúlum Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól
"Þetta voru mjög heillandi jól og ég fékk mikið út úr þeim. Ég var að vinna með skemmtilegu fólki sem var tilbúið til að láta eitthvað gott af sér leiða þannig að við ákváðum að reyna að gera jólin svolítið sérstök fyrir sjúklingana okkar, fangana í fangelsinu. Við fórum út og keyptum sjálf te, sykur, sítrónur og kerti. Það var ekki mikið annað að hafa þarna. Svo sat ég heilan dag á gólfinu í vörugeymslunni og pakkaði þessu inn í sellófan, þó hamingjan megi vita hvar ég fékk svoleiðis í Bakú á þessum tíma því það var ekkert til. Þetta var auðvitað ekki síður fyrir mig gert en aðra því mér fannst þetta svo skemmtilegt. Svo fórum við með þetta til fanganna á okkar deildum og allir fengu sinn pakka. Það var alveg ofsalega gaman. Þegar við komum til vinnu daginn eftir sáum við að borð höfðu verið dregin fram, kveikt á kertum og gerð svolítil jólastemming, hvort sem menn voru kristinnar trúar eða einhverrar annarrar," segir Hjördís sem hefur starfað fyrir Rauða Krossinn frá árinu 1997. En hvernig skyldi Hjördís hafa eytt jólunum sjálf? "Ég bjó mér til jól. Ég hafði fengið villta fugla og lét sem þeir væru rjúpur og eldaði þá þannig. Ég kom út til Bakú í lok júlí og deildi íbúð með manni frá Líbanon sem eldaði alltaf voða góðan mat þannig að ég eldaði auðvitað aldrei. Svo hann varð heldur betur hissa þegar ég tók mig til og eldaði dýrindis jólamat því hann var sannfærður um að ég kynni ekkert að elda. Ég hef aldrei fengið eins margar jólagjafir sendar frá Íslandi og þessi jól, fékk til dæmis níu bækur frá vinum og vandamönnum. Ég saknaði fjölskyldunnar minnar en þessi jól voru samt ótrúlega jólaleg, þrátt fyrir allt." Um jólin núna verður Hjördís heima á Íslandi og í fyrsta skipti lengi getur hún tekið þátt í jólaundirbúningnum. "Mér finnst aðventan svo frábær tími og ég hlakka til að eyða henni með fjölskyldunni minni, á tónleikum, kaffihúsum og Laugaveginum. Svo á ég nýtt jólabarnabarn sem gerir þetta allt enn skemmtilegra."
Jól Mest lesið Syng barnahjörð Jól Rjómalöguð sveppasúpa Jólin Jólaboð Afa árið 1988 Jól Söng í hippakommúnu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Safnar kærleikskúlum Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól