Ríkið í skuld við sveitarfélögin 29. nóvember 2004 00:01 Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira