Fækka slysum um 80-90% 29. nóvember 2004 00:01 Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira