Matur frá öllum heimshornum 26. nóvember 2004 00:01 Meðal þess sem er nýstárlegt á Café Kulture eru þemavikur eða þemahelgar þar sem boðið er upp á alþjóðlegan matseðil og tónleika í samræmi við það. "Fyrir tveimur vikum vorum við með rússneskt hlaðborð og því fylgdi rússnesk lifandi harmonikutónlist og fengum við þá til okkar gestakokk sem heitir Vadim Skvortsov en hann kemur frá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Þetta tókst mjög vel og boðið var upp á hina klassísku rússnesku rauðrófusúpu, Bortsch, og fyllt smábrauð," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður á Café Kulture. "Á fimmtudagskvöldum í nóvember og desember verður rauðvíns- og ostakvöld ásamt lifandi tónlist frá kl. 22 til 1 eftir miðnætti. Einnig bjóðum við upp á þemakvöld fyrir hópa og setjum þá saman eitthvað skemmtilegt fyrir þá," segir hann. Guðmundur gefur hér uppskriftir að áðurnefndri rauðrófusúpu og fylltu smábrauði. Porizky rússnesk smábrauð 800 g hveiti 1 glas af AB mjólk 100 g jurtaolía 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 25 g lyftiduft kjötfars laukur pipar Búið til deig úr AB mjólk, eggjum, hveiti, olíu, lyftidufti, salt og sykri. Setjið deig til lyftingar á hlýjan stað í eina og hálfa klukkustund. Á meðan þarf að steikja kjötfars með lauk, salti og pipar í bökunarofni. Þegar kjötfars hefur kólnað þarf að setja það í hakkavél. Þegar deig er tilbúið eru búnar til smákúlur og eru þær fylltar með farsinu og festar saman að neðanverðu, það er að segja búnar eru til smábökur. Látið bökurnar hvíla í tuttugu mínútur á ofnpönnu, penslið síðan bökurnar með eggi og bakið í við 180 gráður, þar til bökurnar eru fallega brúnar. Bortsch - rússnesk rauðrófusúpa nauta- eða svínakjöt 500 g 4 kartöflur 1 rauðrófa 2 dósir litlar tómatpurre 1 gulrót 1 steinseljurót 2 laukar 2 tsk. sykur 3 lárviðarlauf 3 hvítlauksgeirar 1 msk. súpujurtir kál edik Búa þarf til soð úr nauta- eða svínakjöti, bæta við gulrót, káli, kartöflum, lauk og steinseljurót. Hægsjóða rauðrófu með ediki, sykri og tómatpurre og blanda saman rauðrófu og kjötsoði, bæta svo við kjöti og hvítlauk og sjóða í 20 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma. Matur Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meðal þess sem er nýstárlegt á Café Kulture eru þemavikur eða þemahelgar þar sem boðið er upp á alþjóðlegan matseðil og tónleika í samræmi við það. "Fyrir tveimur vikum vorum við með rússneskt hlaðborð og því fylgdi rússnesk lifandi harmonikutónlist og fengum við þá til okkar gestakokk sem heitir Vadim Skvortsov en hann kemur frá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Þetta tókst mjög vel og boðið var upp á hina klassísku rússnesku rauðrófusúpu, Bortsch, og fyllt smábrauð," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður á Café Kulture. "Á fimmtudagskvöldum í nóvember og desember verður rauðvíns- og ostakvöld ásamt lifandi tónlist frá kl. 22 til 1 eftir miðnætti. Einnig bjóðum við upp á þemakvöld fyrir hópa og setjum þá saman eitthvað skemmtilegt fyrir þá," segir hann. Guðmundur gefur hér uppskriftir að áðurnefndri rauðrófusúpu og fylltu smábrauði. Porizky rússnesk smábrauð 800 g hveiti 1 glas af AB mjólk 100 g jurtaolía 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 25 g lyftiduft kjötfars laukur pipar Búið til deig úr AB mjólk, eggjum, hveiti, olíu, lyftidufti, salt og sykri. Setjið deig til lyftingar á hlýjan stað í eina og hálfa klukkustund. Á meðan þarf að steikja kjötfars með lauk, salti og pipar í bökunarofni. Þegar kjötfars hefur kólnað þarf að setja það í hakkavél. Þegar deig er tilbúið eru búnar til smákúlur og eru þær fylltar með farsinu og festar saman að neðanverðu, það er að segja búnar eru til smábökur. Látið bökurnar hvíla í tuttugu mínútur á ofnpönnu, penslið síðan bökurnar með eggi og bakið í við 180 gráður, þar til bökurnar eru fallega brúnar. Bortsch - rússnesk rauðrófusúpa nauta- eða svínakjöt 500 g 4 kartöflur 1 rauðrófa 2 dósir litlar tómatpurre 1 gulrót 1 steinseljurót 2 laukar 2 tsk. sykur 3 lárviðarlauf 3 hvítlauksgeirar 1 msk. súpujurtir kál edik Búa þarf til soð úr nauta- eða svínakjöti, bæta við gulrót, káli, kartöflum, lauk og steinseljurót. Hægsjóða rauðrófu með ediki, sykri og tómatpurre og blanda saman rauðrófu og kjötsoði, bæta svo við kjöti og hvítlauk og sjóða í 20 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma.
Matur Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira