Sjö milljörðum meira í bætur 22. nóvember 2004 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira