Viðræður í skugga afsagnar 15. nóvember 2004 00:01 Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. " Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. "
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira