Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar 12. nóvember 2004 00:01 Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit fengist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin "af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvarssyni" sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. "Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist," segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir alþjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkurflugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráðinn inn í stofnunina sem aðstoðarmaður Jóns og hafði starfað í stofnuninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. "Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Bandaríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagnvart þeim," segir Gunnar Snorri. "Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Bandaríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið," segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Ögmundur Jónasson: Virða skyldur að vettugi "Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til umsóknar. Staðreyndin er sú að hin almenna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðninguna gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. Bandaríkjamenn borga Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í íslensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunarinnar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljónum króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkurfjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit fengist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin "af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvarssyni" sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. "Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist," segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir alþjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkurflugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráðinn inn í stofnunina sem aðstoðarmaður Jóns og hafði starfað í stofnuninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. "Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Bandaríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagnvart þeim," segir Gunnar Snorri. "Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Bandaríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið," segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Ögmundur Jónasson: Virða skyldur að vettugi "Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til umsóknar. Staðreyndin er sú að hin almenna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðninguna gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. Bandaríkjamenn borga Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í íslensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunarinnar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljónum króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkurfjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira