Viðskiptalífið hafi lært lexíu 11. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira