Óformlegar viðræður um samstarf 10. nóvember 2004 00:01 Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira