Ættingjum Allawis rænt

Hópur íslamskra öfgamanna, sem kallar sig Ansar al-Jihad, greindi frá því í yfirlýsingu sem þeir birtu á Netinu fyrir stundu að þeir héldu þremur ættingjum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, í gíslingu. Hópurinn hótar að drepa fólkið innan tveggja sólarhringa, verði árásum bandarískra og írakskra hersveita á Fallujah ekki hætt, en borgin hefur verið helsta vígi uppreisnarmanna súnníta. Þess er ennfremur krafist að föngum verði sleppt. Að öðrum kosti muni þeir myrða ættingja forsætisráðherrans.